Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Erika Lind Isaksen opnar í GalleríBOXi

erikaisaksen.jpg

Laugardaginn 22. nóvember 2008 kl. 16:00 opnar Erika Lind Isaksen sýninguna „ÉG“ í GalleríBOXi, Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri.

Erika fæddist í Reykjavík árið 1968, ólst upp í Garðinum en er nú búsett á Akureyri eftir langa dvöl á Nýja Sjálandi.
Hún nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og er þetta fyrsta sýning hennar á hér á landi.
Titill sýningarinnar „ÉG" og innihald hennar  —  ég um mig frá mér til mín – varpar fram þeirri spurningu hvort hægt er hægt að skilgreina sjálfið útfrá þeim hlutum sem við getum ekki skilið við okkur af tilfinningalegum ástæðum?

GalleríBOX


Miyuki Tsushima í gestavinustofu Gilfélagsins

miyuki_image_for_weblog.jpg

Halló -- Ég heiti Miyuki Tsushima, ég er listamaður Gilfélagsins í nóvember, ég fæddist í Japan en er menntuð í Bandaríkjunum, hef búið og starfað í New York síðan árið 2000. Ég sé teikningar/málverk mín sem leið til tjáskipta, sem tól til að tjá athuganir mínar á sjálfri mér, heiminum, mannssálinni og tilfinningum og innbyrðis tengsla þeirra. Í gegnum lauslega byggða frásögn af þrem karakter- gjörðum -- hellisbúa, hauslausan björn og illan íkorna---, endurspegla ég innri togstreitu, tilraun minni til að aðlaga mig að umheiminum, og ferlinu að þekkja og þróa eigið sjálf.

Ég upplifi mig sem heppna að vera vitni að falli hins óhóflega markaðskerfis, og áhrifa þeirra sem það mun hafa á listheiminn, því að spurningar líkt og ,,Hvað er raunverulegt gildi" og ,,Hvert er gildi einstaklingsins" hafa verið mér mikilvægar í listsköpun minni. Ég vonast til að geta tjáð hugsanir mínar og skipt á álitum og viðhorfum sem núverandi heimur okkar lætur okkur í té, sérstaklega þegar að kemur að gildum okkar, með listamönnum og fólki á Akureyri. (endilega segið "Hæ" og spjallið við mig, ef þið sjáið mig á götunni!)

Gestavinnustofa Gilfélagsins á Akureyri


Hello--My name is Miyuki Tsushima, I am the artist of November, at the studio space, I was born in Japan and educated in United States, live and work in New York City since 2000. I see my painting/drawing as a mean of communication, and the tool for expression of my observation of myself, and of the world, and of human psychology and emotions, and of the relationships of all of above. Through loosely structured narrative of three characters activities-- caveperson, headless bear, and evil squirrel---, I reflect my inner struggles, and my attempt to adopt myself to the outside world, and the process of identifying and developing one's self.

I feel I am fortunate to have been able to be an eyewitness of the current fall of excessive market economy system, and the affect of it to the art world, since the questions such as 'what is the real value' and 'what is the value of individual' has been very crucial to myself in making art. I am hoping to be able to exchange and share thoughts and perspectives for what the current world conditions would suggest to us especially to our sense of value, with the artists and people in Akureyri. (Please say 'Hello' to me to have chat, if you find me on the street! )

Akureyri Artists Gueststudio

 


KEA auglýsir eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð

kealogo Auglýst eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð

KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Styrkúthlutun tekur til tveggja flokka.

Til einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæðinu. Um getur verið að ræða málefni á sviðum félagsmála, minjavörslu, lista og hverra þeirra málefna sem flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu. Til þátttökuverkefna á sviði menningarmála. Í flokki þátttökuverkefna er horft til stærri verkefna á sviði menningamála á félagssvæði KEA. Fagráð fjallar um og gerir tillögur að úthlutun hverju sinni. Umsóknarform má nálgast á heimasíðunni undir, samfélagið- umsóknir um styrk/auglýsingu, eða á skrifstofu félagsins og skal umsóknum skilað rafrænt eða á skrifstofu KEA, Glerárgötu 36, á Akureyri fyrir 19. nóvember 2008.

Ása Óla opnar Samansafn í DaLí Gallery

asaola.jpg

Ása Óla opnar myndlistasýninguna Samansafn í DaLí Gallery laugardaginn 15. nóvember kl. 14-17.

Þetta er þriðja einkasýning Ásu og sýnir hún teikningar og málverk frá fyrri sýningum auk nýrra verka sem hafa þróast út frá þeim. Myndirnar eru af verum, púkum, gyðjum og geishum sem vísa til sjálfsmyndar listakonunnar.

Ása Óla útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2007 og er félagi í samsýningarhópnum Grálist.

Sýning Ásu stendur til 30. nóvember.
Allir velkomnir


Ása Óla s.8646612
Kær kveðja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 / 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
dagrunm@snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com
opið fös-lau kl.14-17 í vetur


Hanna Hlíf Bjarnadóttir opnar sýninguna MUNSTUR í gallerý Ráðhúsi

Hádegisopnun
Gallerý Ráðhús
Geislagötu 9
600 Akureyri

Fimmtudaginn 13. nóvember klukkan 12.15 opnar Hanna Hlíf sýninguna MUNSTUR í gallerý Ráðhúsi. Sýningin samanstendur af fjórum verkum þar sem Hanna Hlíf vinnur með útsaum. Hanna Hlíf vinnur gjarnan með gamalt handverk í verkum sínum og blandar saman á áhugaverðan hátt myndlist og handverki. Færir hún hið gamla í nýjan búning og endurskoðar handbragð fyrri tíma.

Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965, fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, fór síðan í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík en söðlaði síðan um og lauk Myndlistarskólanum á Akureyri 2006.   Hefur hún haldið nokkrar sýningar eftir útskrift og staðið að ýmsum menningarviðburðum á Akureyri. Hún stofnaði til að mynda galleríBOX ásamt öðrum árið 2005 og rak það til 2007.  Auk þess hefur hún hannað ýmsar verslanir og starfar sem innkaupastjóri Rexín á Akureyri.
 
Sýningarsalurinn er staðsettur í Ráðhúsinu á Akureyri, eins og nafnið gefur til kynna, og er dags daglega fundarsalur bæjarstjórnar Akureyrar. Þetta er ekki venjulegt gallerý, heldur vinnustaður sem fær með þessu sérstakt viðbótarhlutverk. Hægt er að fara á sýninguna alla virka daga frá 8:00-17:00 á meðan ekki eru lokaðir fundir. Sýningin stendur til 1. maí 2009.


Sýningarstjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Léttar veitingar í boði á opnun
Allir velkomnir


JÓNA BERGDAL JAKOBSDÓTTIR sýnir í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar

RÖKKURSÖGUR
JÓNA BERGDAL JAKOBSDÓTTIR
Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar

Sýningin:
Rökkursögur eru hugleiðingar um myrkrið og á sýningunni er
reynt að ná fram stemningu í anda hátíðarinnar Dagar Myrkurs
með því að nota óhefðbundna lýsingu. Sýningin samanstendur
af fjórtán olíuverkum sem falla vel að þema hátíðarinnar.
Sumar þeirra fjalla um bernskuminningar tengdar myrkrinu,
þegar amma sagði sögur við kertaljós og myrkrið smaug í
hvern krók og kima og allt varð svo dularfullt. Skuggarnir urðu
að spennandi myndum en birtan gaf hlýjuna og öryggið.


Opnunartími:
Laugardag 8. nóvember kl. 16:00 -18:00.
Sunnudag 9. nóvember kl. 15:00 -18:00.
Mánudag – föstudags 16:00 -18:00.
Laugardag 15:00 -18:00.
Sunnudag 15:00 -18:00.


HLYNUR HALLSSON SÝNIR Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR

borgidher.jpg gu_r_n_vera.jpg

HLYNUR HALLSSON  ÚT / INN

6. nóvember 2008 – 11. janúar 2009

Listasafn Reykjavíkur

Hafnarhús

Opnun fimmtudaginn 6. nóvember 2008 klukkan 17

 

Tuttugu þjónustufyrirtæki í miðbænum taka virkan þátt í sýningu Hlyns Hallssonar ÚT / INN sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi fimmtudaginn 6. nóvember. Sýning Hlyns felur í sér að færa hluta af safnkosti Listasafns Reykjavíkur út á meðal almennings og á sama tíma að varpa nýju ljósi á viðtekna hluti í umhverfi okkar og setja þá í nýtt samhengi innan veggja safnsins. Listaverkin verða sett upp hjá þjónustuaðilum sem í skiptum lána á sýninguna hlut sem er einkennandi fyrir starfsemi þess. Verkin sem Hlynur hefur valið úr safneigninni eru frá öndverðri síðustu öld til okkar daga og eru eftir listamenn allt frá Gunnlaugi Blöndal til Gjörningaklúbbsins. Auk þess hefur fjöldi tímarita og blaða tekið þátt í verkefninu með því að fjalla um hugmynd Hlyns og verður sú umfjöllun einnig til sýnis.

Lánsmunirnir á sýningu Hafnarhússins eru af ýmsum toga; uppstoppaður ísbjörn, minjagripir, verslunarkælir, jakkaföt og fleira og fleira en eftirtaldir þjónustuaðilar taka þátt í verkefninu: Aurum, Brynja, Eymundsson, Gyllti kötturinn, Hársaga, Gallerí i8, Kaffitár, Karlmenn, Kisan, Landsbankinn, Lyfja, Múltíkúltí,  Skífan, Subway, Varðan, Verslunin Bláa lónið, Víkingur, Vísir, 10-11 og 66° norður. Þessi sömu aðilar bjóða nú viðskiptavinum sínum að njóta listaverka eftir marga, viðurkennda listamenn eins og Ásmund Ásmundsson, Ásmund Sveinsson, Birgi Andrésson, Eggert Pétursson, Gjörningaklúbbinn, Guðmundu Andrésdóttur, Guðrúnu Veru Hjartardóttur, Gunnlaug Blöndal, Hrafnkel Sigurðsson, Hrein Friðfinnsson, Huldu Hákon, Hörð Ágústsson, Jóhannes S. Kjarval, Ilmi Stefánsdóttur, Karin Sander, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Ragnar Kjartansson, Rósku og Sólveigu Aðalsteinsdóttur.
Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir.

Hafnarhúsið er opið daglega 10-17 og alla fimmtudaga til kl. 22.

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITT

Eftirtaldir taka þátt í verki Hlyns Hallssonar með því að sýna verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur og leggja til hluti sem sýndir eru í safninu:

Víkingur / Viking
Hafnarstræti 3
Verk / Artwork:
Karin Sander, Finnbogi Pétursson, 2000

Subway
Austurstræti 3
Verk / Artwork:
Guðmunda Andrésdóttir: Án titils / Untitled, 2001

Gyllti kötturinn
Austurstræti 8
Verk / Artwork:
Hörður Ágústsson, Samlagning I / Addition I, 1976

Hársaga
Austurstræti 6
Verk / Artwork:
Ragnar Kjartansson, Guð / God, 2007

Landsbankinn
Austurstræti 11
Verk / Artwork:
Róska, Lifi frelsið / Viva la Libertad, 1973

Verslunin Eymundsson
Austurstræti 18
Verk / Artwork:
Guðrún Vera Hjartardóttir, Áhorfandi / Spectator, 1996

Verslunin 10 – 11
Austurstræti 17
Verk / Artwork:
Eggert Pétursson, án titils / Untitled, 1991

Aurum
Bankastræti 4
Verk / Artwork:
Sólveig Aðalsteinsdóttir, án titils / Untitled, 1993

66° norður
Bankastræti 5
Verk / Artwork:
Ásmundur Sveinsson, Gegnum hljóðmúrinn / Through the Sound Barrier, 1952

Kaffitár
Bankastræti 8
Verk / Artwork:
Kristján Guðmundsson, 6 x 13 jafntímalínur / 6 x 13 Balanced Timelines, 1974

Múltikúlti
Ingólfsstræti 8
Verk / Artwork:
Jóhannes S. Kjarval, Eldfákar / Fire Horses, ártal óvitað /year unknown

Vísir
Laugavegi 1
Verk / Artwork:
Hreinn Friðfinnsson, Cast, 1994

Karlmenn
Laugavegi 7
Verk / Artwork:
Birgir Andrésson, Mannlýsing I og II / Portrait I and II, 2004

Kisan
Laugavegi 7
Verk / Artwork:
Ásmundur Ásmundsson, Fantagott Pepsí / Fantagood Pepsi, 2000

Verslunin Bláa lónið / Blue lagoon
Laugavegi 15
Verk / Artwork:
Magnús Pálsson, Sólskríkja, mús, kengúra / Snow Bunting, Mouse, Kangaroo, 1980 - 94

Lyfja
Laugavegi 16
Verk / Artwork:
Hulda Hákon, There must be somebody,... , 1992

Gallerí i8
Klapparstíg 33
Verk / Artwork:
Gunnlaugur Blöndal, Frú Áslaug Ágústsdóttir, ártal óvitað / year unknown

Varðan
Grettisgötu 2a
Verk / Artwork:
Ilmur Stefánsdóttir, HOOKON-Innkaupahanskar / HOOKON-Shopping Gloves, 2001

Skífan
Laugavegi 26
Verk / Artwork:
Gjörningaklúbburinn / Icelandic Love Corporation, Girnilegar konur / Delicious Women, 1996

Brynja
Laugavegi 29
Verk / Artwork:
Hrafnkell Sigurðsson, án titils / Untitiled, 2003

Gestir safnsins eru hvattir til að kynna sér opnunartíma þar sem verk úr safneigninni eru sýnd og skoða sýninguna í miðborginni.


Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir.

Texti sýningarstjóra


Kynning á Norræna menningarsjóðnum og öðrum norrænum styrkjum

NORD_NKF_DK_WEB

Fjármögnun menningarverkefna.

Norræna upplýsingaskrifstofan vekur athygli á að næsti umsóknarfrestur Norræna menningarsjóðsins er 1. febrúar. Umsóknarfrestur annarra norrænna sjóða er frá janúar og fram á vor fyrir verkefni sem vinna á sumar og haust 2009.

Kynning á Norræna menningarsjóðnum og öðrum norrænum styrkjum verður haldin í Deiglunni á Akureyri, fimmtudaginn 13. nóvember kl. 14:00-16:00.

Hvernig er góð umsókn unnin? Hvað þarf að koma fram í umsókn? Farið verður yfir nokkur grundvallaratriði þegar sótt er um styrki.

María Jónsdóttir sér um kynningu og George Hollanders segir frá reynslu sinna af því að sækja um hjá Norræna menningarsjóðnum.

Þátttökugjald er 1000 kr.

Skráning með tölvupósti til mariajons@akureyri.is

María Jónsdóttir
Forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar
Leder Nordisk informationkontor
Netfang/e-post: mariajons@akureyri.is
hjemmeside: www.akmennt.is/nu

Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000 Fax: 462 7007.


Guðbjörg Ringsted og Sigríður Ágústsdóttir sýna í Startart

Guðbjörg Ringsted og Sigríður Ágústsdóttir leirlistakona erum með sýningar í Startart Laugavegi 12 b í Reykjavík. Opnunin var sl. fimmtudag og standa sýningarnar til 26. nóv. Opið alla daga frá 13 - 17 nema sunnudaga og mánudaga.
Sjá www.startart.is


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband