Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
31.10.2008 | 16:41
Nói opnar sýninguna Bland í Ketilhúsinu
Laugardaginn 1. nóvember kl. 14.00 opnar Nói sýninguna Bland í Ketilhúsinu í Listagilinu á Akureyri.
Sýningin stendur til 16. nóvember og er opin alla daga nema mánudaga frá kl.13.00 til 17.00.
31.10.2008 | 11:45
Guðrún Vaka opnar sýningu í Populus tremula
8-villt
GUÐRÚN VAKA
1.-2. nóvember
Laugardaginn 1. nóvember kl. 14:00 opnar Guðrún Vaka myndlistarsýninguna 8-villt í Populus tremula.
Þar sýnir Guðrún ný verk sem fjalla um þá sérvisku Akureyringa að tala í áttum. Þetta er þriðja einkasýning Guðrúnar Vöku sem einnig hefur tekið þátt í samsýningum. Guðrún Vaka útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2006.
Einnig opið sunnudaginn 2. nóvember kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
Nánar http://gvaka.blogspot.com
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008 | 08:33
Þorsteinn Gíslason opnar sýningu á Café Karólínu
Þorsteinn Gíslason
Virði - Wort
01.11.08 - 05.12.08
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Þorsteinn Gíslason opnar sýninguna "Virði - Worth" á Café Karólínu laugardaginn 1. nóvember 2008 klukkan 14.
Um verkið: Verkið Virði er klisjuverk. Leiðinlegt og óspennandi en í leiðinlegheitum sínum spyr það okkur um mikilvægi hlutanna. Hvað má glatast? Hvað ekki?
Um listamanninn: Þorsteinn Gíslason, Steini, útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2006. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar. Hann er annar eigandi gallerís Víð8ttu601.
Sýningin stendur til 5. desember 2008.
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn í steini66@nett.is og í síma 846 1314
Næstu sýningar á Café Karólínu:
06.12.08 - 02.01.09 Jóna Bergdal Jakobsdóttir
03.01.09 - 06.02.09 Herdís Björk Þórðardóttir
07.03.09 - 03.04.09 Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09 Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09 Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09 Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09 Lind Völundardóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
29.10.2008 | 07:54
Áskriftartilboð Sjónauka, þriðja heftið að koma út
Í þessu þriðja hefti Sjónauka sem ber heitið Gildi / Value er áhersla
lögð á umhverfi og hagkerfi myndlistarinnar. Listamaður blaðsins
er Ásmundur Ásmundsson sem einnig gerir fjölfeldi fyrir blaðið.
Meðal þeirra er skrifa greinar eru Markús Þór Andrésson, Valur
Brynjar Antonsson og Gauti Sigþórsson. Greinin Capitalism
as Religion eftir Walter Benjamin birtist í fyrsta sinn á íslensku
í þýðingu Benedikts Hjartarsonar. Viðtöl að þessu sinni eru við
Mariu Lind sýningarstjóra, Fiu Bäckström listamann og Níels Hafstein
forstöðumann Safnasafnsins. Hlynur Hallsson gerir nýtt verk
og Eygló Harðardóttir myndlistarmaður greinir frá áhrifavöldum
sínum. Póstkort frá New York um listalíf borgarinnar og umfjallanir
um sýningar m.a. um nýafstaðna Manifesta hátíðina á Ítalíu sem
nokkrir íslenskir myndlistarmenn tóku þátt í og sýningar í tengslum
við Listahátíð í Reykjavík.
Áskriftartilboð
Sjónauki nr. 3 I nóvember 2008
Vakin er athygli á gjafverði á Sjónauka í áskrift. Til að gerast áskrifandi sendið upplýsingar um nafn, k.t. og heimilisfang á: askrift@sjonauki.is
Áskriftarverð er 1500 kr. fyrir eintakið út 2008
Nýir áskrifendur fá eintök af eldri
tölublöðum - Stofnun og Ljóðrænu
Friðrika ehf. / Po Box 338, 121 Reykjavík / info@sjonauki.is / www.sjonauki.is
27.10.2008 | 21:57
Listasjóður Dungal auglýsir eftir umsóknum um styrki
MYNDLISTARMENN
umsóknir um styrki
Listasjóður Dungal
auglýsir eftir umsóknum um styrki.
Sjóðurinn var stofnaður árið1992 í minningu
Margrétar og Baldvins P. Dungal kaupmanns í Pennanum.
Markmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega myndlistarmenn
sem eru að stíga sín fyrstu skref á listabrautinni.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má nálgast
á vef listasjóðsins www.listasjodur.is. Umsóknum skulu fylgja
ljósmyndir af verkum umsækjanda ásamt ferilsskrá og skal
skila gögnum í pósthólf 148, 121 Reykjavík.
(Vinsamlegast athugið að ekki er tekið við gögnum í tölvupósti.)
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2008.
LISTASJÓÐUR DUNGAL
í minningu Margrétar og Baldvins P. Dungal
25.10.2008 | 09:36
Kazuko Kizawa opnar sýningu í Deiglunni
Kazuko Kizawa er fædd 1968 í Japan, býr og starfar í Tokyo, Japan. Hún útskrifaðist 1999 úr Tama Art University með Master í Fagurlist. Kazuko Kizawa hefur sýnt í Kanada, Bandaríkjunum, Japan og Evrópu. Litir-Ljós hafa eru gegnum gangandi þemi í verkum hennar.
--
Hertha Richardt Úlfarsdóttir
Supervisor of the studio for visiting artists in Akureyri
www.artistsstudio.blogspot.com
24.10.2008 | 12:22
Opið hús í GalleríBOXi
Laugardaginn 25. október klukkan 14-17 verður heitt á könnunni og opið hús fyrir alla í GalleríBOXi í Gilinu á Akureyri.
Það er engin sýning í gangi þessa helgina en tilvalið að líta á húsakynnin næstum tóm og fá sér kaffi og ræða málin.
Myndlistarfélagið
23.10.2008 | 21:50
Þorsteinn Gíslason sýnir á VeggVerki
Laugardaginn 25.október 2008 sýnir Þorsteinn Gíslason, Steini, verkið Reisn-Dignity-Würde á VeggVerk.
Um verkið: Táknmyndir hafa fylgt okkur frá örófi alda og verkið Reisn er táknmynd. Formið er kunnuglegt og það leiðir okkur gegnum aldirnar frá tíma frjósemisdýrkunar til byltingar vélvæðingar. En hvaða hlutverk eða þýðingu hefur þessi táknmynd í dag?
Um listamanninn: Steini lauk námi við fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2006. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar og er annar eigandi Gallerí Víð8ttu601.
23.10.2008 | 11:03
OPNUN Í LISTASAFNINU Á AKUREYRI: ORÐ GUÐS
Sýningin Orð Guðs verður opnuð á Listasafninu á Akureyri laugardaginn 25.október kl. 15 og stendur til 14. desember. Málþing um sýninguna verður haldið sama dag í Ketilhúsi kl.13.00 þar sem þátttakendur sýningarinnar kynna hana og taka á móti fyrirspurnum. Allir velkomnir.
Á sýningunni eiga sex listamenn verk sem fjalla um og vekja upp spurningar um ýmsa þætti kristinnar trúar. Gengið er út frá að færa trúarlega umræðu inn í íslenskan samtíma og á öðrum vettvangi en við höfum átt að venjast.
Á sýningunni er nýstárlegt verk eftir franska listamanninn Etienne de France þar sem þema kvöldmáltíðarinnar, hins sígilda viðfangsefni trúarlegrar listar á vesturlöndum er látið spegla veruleika samtímans á kómískan og gagnrýnin hátt. Sýnt verður nýtt verk eftir Steingrím Eyfjörð þar sem hugað er að ímynd og vilja Guðs í gagnvirku samtali við áhorfendur sem eru hvattir til að draga upp sína eigin hugmynd af Guði.
Leitin að gralinum á Kili er viðfangsefni Jeannette Castioni og sett í samhengi við spurningar um fjársjóð, leyndardóma og leitina að sannleikanum. Í verkinu fjallar hún um ímynd og áhrif Maríu meyjar í kristinni kenningu, um móðurlíkamann sem iðulega er upphafinn og afnumin á sama tíma.
Ólöf Nordal sýnir innsetningu sína Volto santo eða hina heilögu ásjónu þar sem kristsmyndin er skoðuð í samhengi við sauðfjármenningu Íslendinga, með tilliti til lambsins, hirðisins og ekki síst forustusauðarins. Aðrar heilagar táknmyndir kristninnar hvað varðar sköpunarkraft Guðs og manna eru túlkaðar í verkum Þóru Þórisdóttur með sérstöku tilliti til kvennaguðfræði og veruleika heilags anda.
Bænin sjálf, svar mannsins við ákalli Guðs mun fá sinn sess á sýningunni þar sem Arnaldur Máni Finnsson býður upp á óvenjulega aðstöðu til bænahalds og íhugunar. Þá eru hinum ýmsu kristnu trúfélögum á Akureyri og víðar boðið að taka þátt í sýningunni í formi leiðsagnar þar sem tækifæri skapast til hugmyndalegrar samsömunar eða aðgreiningar eftir þörfum. Sýningarstjóri er Þóra Þórisdóttir.
Sýningunni lýkur 14. desember og er safnið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.
Nánari upplýsingar veitir Þóra Þórisdóttir, í síma 698-0448, netfang: tora@hlemmur.is.
Hægt er að nálgast pdf skjal af sýningarskrá á www.listasafn.akureyri.is eða með því að senda tölvupóst á art@art.is.
22.10.2008 | 09:52
LJÓÐAHÁTÍÐ NÝHILS OG MYNDIR & KVÆÐI Í POPULUS TREMULA
FYRSTA ÞJÓÐLEGA LJÓÐAHÁTÍÐ NÝHILS | 24. okt.
Föstudaginn 24. októberklukkan 21:00 fer fyrsta þjóðlega ljóðahátíð Nýhils fram í Populus tremula. Fram koma skáldin: Arngrímur Vídalín, Gunnar Már Gunnarsson, Gréta Kristín Ómarsdóttir, Haukur Már Helgason, Jón Örn Loðmjörð, Kristín Svava Tómasdóttir og Richard Vaughn.
Flest skáldanna komu fram á Fjórðu alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils sem haldin var 22.-24. ágúst í Norræna húsinu. Mörg þeirra hafa nú þegar gefið út verk sín hjá Nýhil eða Populus tremula en útgáfa á verkum annarra er í burðarliðnum. Menningarráð Eyþings gerði aðstandendum kleift að halda hátíðina.
Húsið verður opnað kl. 20:00 Aðgangur ókeypis Malpokar leyfðir Bækur til sölu
******************************
MYNDIR & KVÆÐI
ljósmyndasýning og ljóðabók
AÐALSTEINN SVANUR SIGFÚSSON
Laugardaginn 25. október kl. 14:00 verður opnuð ljósmyndasýning í Populus tremula. Þar sýnir Aðalsteinn Svanur Sigfússon stórar bleksprautuprentaðar ljósmyndir frá Aðalvík á Hornströndum þar sem náttúran ríkir ein.
Jafnframt kemur út hjá Populus tremula bókin KVÆÐI með ljóðum Aðalsteins þar sem hann sækir yrkisefni til Aðalvíkur og nágrennis.
Aðalsteinn Svanur hefur haldið á þriðja tug einkasýninga síðasta aldarfjórðunginn og gefið út tvær ljóðabækur.
Einnig opið sunnudaginn 26. október kl. 14:00-17:00.
http://poptrem.blogspot.com