Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
6.12.2007 | 09:03
Samhengi í Deglunni á laugardag og sunnudag
Nemendur skoðuðu samhengi verka sinna við verk og aðferðir annarra listamanna, en kannski enn fremur samhengið eða tengslin á milli þeirra sjálfra og verkanna sem þau skapa.
Sýningin er aðeins opin Laugardag og Sunnudag 14.00 - 17.00
Allir velkomnir
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 14:48
Songs With Dirty Words í galleríBOXi
Nú stendur yfir sýningin Songs With Dirty Words í galleríBOXi í Gilinu á Akureyri (gengið inn um næstu dyr fyrir neðan Listasafnið)
Listamennirnir koma alla leiðina frá Skotlandi og heita Niall Macdonald og Ruth Barker. Þau sýna prentverk, skúlptúra og teikningar.
Niall Macdonald stundar masternám við Glasgow School of Art. Niall vinnur með prentverk, skúlptúra og innsetningar. Nýlegar sýningar eru The Breeder,Athens, Grikklandi, Beijng Institute for the Arts, Kína og Terrace Gallery,London.
Ruth Barker útskrifaðist með Master frá Glasgow School of Art 2004. Ruth er ein af sýningarstjórum fyrir Washington Garcia gallery í Glasgow.Ruth vinnur með teikningar, skúlptúra og texta. Nýlega sýningar eru Gallery Adler Frankfurt Þýskalandi og Intermedia Glasgow, en hún hefur einnig sýnt í Kanada, Ísrael, Japan og London.
Meiri upplýsingar á:
www.washingtongarciagallery.com
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2007 | 10:08
Sýning Rúnu Þorkelsdóttur í Gallerí+ framlengd
Rúna Þorkelsdóttir hefur verið starfandi myndlistakona í Amsterdam síðustu 30 árin og rekur þar myndlistarbókabúðina Boekie Woekie ásamt tveimur öðrum myndlistarmönnum, Hettie van Egten og Jan Voss, en bókabúðin átti nýlega tvítugsafmæli. Útibú frá henni var í Hafnarhúsinu á yfirlitssýningu Dieter Roth.
Rúna sýnir innsetningu með þrykktum blómamyndum í Gallerí+ sem hún hefur unnið með síðustu 10 árin.
3.12.2007 | 23:11
Til hamingju Mark Wallinger
Mark Wallinger er vel að Turnerverðlaununum kominn og verkið hans "State Britain" er afar pólitískt og krassandi. Það er einnig til fyrirmyndar að þessi stærstu myndlistarverðlaun sem veitt eru á Bretlandi (og þó víðar væri leitað) skuli vera afhent að þessu sinni utan höfuðborgarinnar London. Sýningin og verlaunaafhendingin fór fram í Liverpool. Hér á Íslandi eru Sjónlistaverðlaunin að einhverju leyti sambærileg Turner verðlaununum, nokkrir listamenn tilnefndir og þau setja upp sýningu og svo er einn valinn. Íslendingar eru aðeins framsæknari því Sjónlistaverðlaunin hafa frá upphafi verið staðsett utan höfuðborgarinnar, nefnilega hér á Akureyri en ef til vill verða þau einhvertíma afhent á Seyðisfirði, í Hafnarfirði eða jafnvel í Reykjavík.
Hér eru nokkrir tenglar fyrir þá sem vilja kynna sér Turner verðlaunin, Mark Wallinger og verkin hans betur.
Mark Wallinger hlaut Turnerverðlaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 11:38
Unnið að stofnun myndlistarfélags á Akureyri og nágrenni
Undirbúningsfundur að stofnun félags myndlistarfólks var haldinn í Deiglunni á Akureyri laugardaginn 24. nóvember 2007. Hátt í 30 myndlistarmenn mættu á fundinn. Þar voru hagsmunamál myndlistarfólks á Akureyri og nágrenni rædd og fjölmargar hugmyndir komu fram. Valinn var undirbúningshópur að stofnun félagsins. Rætt var um að félagið sækti um aðild að Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Undirbúningshópur var valinn og í honum eru:
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Brynhildur Kristinsdóttir
Gunnar Kr. Jónasson
Þórarinn Blöndal
Hlynur Hallsson
Og varamenn:
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Arna Valsdóttir
Jónas Viðar
Þessi síða á að vera vettvangur félagsins og hægt er að koma ábendingum á framfæri til Hlyns Hallssonar í hlynur(hjá)gmx(punktur)net
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)