Síðasta sýningarhelgi Evudætra í Listasafninu á Akureyri

4060607591_8e8f250647

Sunnudaginn 13. desember lýkur sýningunni Evudætur í Listasafninu á Akureyri, en sýningin hefur staðið frá 24. október síðastliðnum. Evudætur er samsýning þriggja listakvenna, Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur, Þorbjargar Halldórsdóttur og Hrafnhildar Arnardóttur, en á sýningunni má sjá úrval saumaverka og innsetninga. Listakonurnar vinna allar með fundna hluti og ýmiskonar lífræn og ólífræn efni og aðferðir – lopa, silki, gervihár, tvinna, blúndur, bútasaum, krosssaum og flesta aðra sauma og efni sem tilheyra hinni kvenlegu arfleið.

Mjög góð aðsókn hefur verið að sýningunni og hún hlotið lofsamlega dóma frá gestum safnsins.
   
Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá klukkan 12 til 17 og er aðgangur ókeypis í boði Akureyrarbæjar.

Nánari upplýsingar veitir Hannes Sigurðsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri í síma 461-2610.
Myndir í prentupplausn frá sýningunni og opnun hennar í október má nálgast hér: http://www.flickr.com/listasafn

Listasafnið á Akureyri
www.listasafn.akureyri.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband