Eygló Antonsdóttir sýnir á Bláu könnunni

eyglo_933930.jpg

Sýningin er á Bláu könnunni við Hafnarstræti á Akureyri, opnaði 14. nóvember og verður  
opin til 15. janúar 2010.

Eygló segir um sýninguna:

"Í þessum verkum er ég að vinna með uppáhalds jólasmákökur fimm ættliða, það eru Gyðingakökurnar hennar ömmu, Írisarkökurnar hennar mömmu, Vanilluhringirnir uppáhaldið mitt, Mömmukökur eftirlætis kökur dóttur minnar og Piparkökur sem dótturdóttur minni finnst ekki megi vanta á jólaborðið.

 

Uppáhalds jólasmákökurnar flytjast frá einum ættlið til annars. Það bætast nýjar við, sumar þeirra ná hylli, aðrar ekki.

Hvað ræður að tiltekin sort er í mestu uppáhaldi hjá einum  en ekki öðrum?  Er það eingöngu uppeldislegt? Eða koma erfðaþættir líka við sögu?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband