Myndlistasýning í Vinnustofunni í Kaupangi

image_931997.jpg
 
Myndlistasýning mun opna í Vinnustofunni, Kaupangi á Akureyri, laugardaginn 14. nóvember kl. 14.
Að sýningunni standa 7 myndlistakonur, allar með sína vinnuaðstöðu á Vinnustofunni.  Þessar myndlistakonur eru Ásta Bára, Borghildur, Eygló Antons, Gréta Gísla, Gulla, Steinunn Ásta og Telma Brim. Þær eru útskrifaðar af Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri fyrir utan Borghildi og Grétu Gísla sem eru enn í sínu námi við skólann. Sýningin samanstendur af þeim verkum sem þær hafa unnið síðustu mánuði en það eru olíumálverk, vaxmyndir og fleiri verk. Þetta er þeirra fyrsta samsýning á Vinnustofunni sem opnaði síðastliðið vor.
Sýningin mun standa yfir tvær helgar eða 14. - 15. og 21. - 22. nóvember.  
Opnunartími sýningarinnar er kl. 14 - 17 þessa daga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband