Guðrún Hadda Bjarnadóttir opnar sýningu í Gallerí Haughúsi

ghb02 Guðrún Hadda Bjarnadóttir opnar sýningu í Gallerí Haughúsi á Þórisstöðum,
Svalbarðsströnd, laugardaginn 1. ágúst kl. 14.

Um sýninguna:

Arfur
Ömmur mínar gáfu mér nöfnin sín, þær gáfu mér einnig arfinn sem þær fengu frá ömmum sínum.
Ég hef lengi verið stolt af því að bera þessi nöfn og er þakklát fyrir arfinn.
 
Árið 2003 var samsýning í Lystigarðinum á Akureyri og vann ég þar verk út frá balderuðu mynstri er formæður okkar gerðu á búninga sína. Þetta mynstur hef ég síðan unnið með áfram og útfært í vefnað og málverk.
Sýningin opnar laugardaginn 1. ágúst 2009 kl 15.00 í Haughúsinu á Þóristöðum og er opin alla daga frá 14.00-18.00 til ágústloka. http://www.hotelnatur.com (gengið inn í gegnum veitingastofu)
Og er hún hluti af viðburðarröð Mardallar VITIÐ ÞÉR ENN - EÐA HVAÐ?
http://www.mardoll.blog.is
Sýningin opnar á laugardaginn 1. ágúst 2009 kl 15.00 í Haughúsinu á Þóristöðum og er opin alla daga frá 14.00-18.00 og út ágústmánuð. http://www.hotelnatur.com

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband