31.7.2009 | 18:54
Myndlistarsýning á Siglufirði, 1. - 3. ágúst
Laugardaginn 1. ágúst næstkomandi kl 13:00 verður myndlistasýningin
Lífsmörk - Útmörk opnuð í Sýningarsal Ráðhúss Siglufjarðar.
Það mun kenna ýmissa grasa á sýningunni, videoinnsetning, klippimyndir, myndbandsverk, teikningar, postulínskúlptúrar, málverk og ljósmyndir. Umfjöllunarefni þeirra er af ýmsum toga, sterkar konur,
sjálfsímynd, endurvinnsla, líkt og ólíkt gildismat kynslóða, gremja og efniskennd.
Lífsmörk - Útmörk er sjálfstætt framhald af sýningunni Lífsmörk sem haldin var samhliða LungA hátíðinni 16. - 20. júlí.
Alls sjö listamenn taka þátt í sýningunni.
Listamennirnir hafa allir unnið saman áður, til dæmis sýndu þau öll saman í verkefninu Flökkukindur á þessu ári sem gekk út á að fylla auð rými í miðborginni.
Listamennirnir eru :
Bergþór Morthens, Gunnar Helgi Guðjónsson, Harpa Dögg Kjartansdóttir, Hugsteypan (Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir), Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen og Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir.
Myndlistarmennirnir hafa lokið námi úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólans á Akureyri.
Sýningin er öllum opin og aðgangur ókeypis
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.