“Náttúra og mannlíf” og "Vökudraumar" í Ketilhúsinu

Laugardaginn 1. ágúst kl. 14:00 verður opnuð myndlistarsýningin “Náttúra og mannlíf” í Ketilhúsinu á Akureyri. Þetta er samsýning þeirra Halldóru Helgadóttur (málverk) og Guðrúnar Halldórsdóttur (skúlptúr). Sýningin er opin daglega frá kl. 13:00 til kl. 17:00 Síðasti sýningardagur er 16. Ágúst. Sýningin er öllum opin og eru allir velkomnir á opnunina.
 
Þær Halldóra og Guðrún sýna saman á ýmsum stöðum innanlands og utan. Fyrr í sumar á Ísafirði og nú sem innlegg í Listasumar á Akureyri.
 
Guðrún sýnir persónur sem þverskurð af mannlífinu, mótaðar í leir, en Halldóra sýnir gróður jarðar með olíu á striga.
 
Val verkanna er undir handleiðslu Aðalsteins Ingólfssonar, en Björn G. Björnsson sýningarhönnuður hefur yfirumsjón með uppsetningu.


Laugardaginn 1. ágúst kl. 14 opnar María Sigríður Jónsdóttir sýninguna "Vökudraumar" á svölunum í Ketilhúsinu. María er fædd á Akureyri og stundaði nám í Flórens á Ítalíu 1994-1998, þar sem hún hefur búið síðan. "Hin mildu hughrif verka Maríu líða ljúflega áfram. Skínandi björt og fíngerð hægja þau á tímans rás og bjóða áhorfandanum í friðsæla heiðríka ferð þar sem fjallagyðjur, blóm, föll og fuglar hvetja okkur til að líta heiminn nýju ljósi... Og við stöldrum við til að virða fyrir okkur verk hennar og finna nýjan lífstakt vökudraumanna", skrifar Francesca Marini, listfræðingur um verk Maríu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband