29.7.2009 | 01:30
Þórgunnur Oddsdóttir opnar sýningu á Café Karólínu
Þórgunnur Oddsdóttir
Íslensk landafræði
01.08.09 - 04.09.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Þórgunnur Oddsdóttir opnar sýninguna íslensk landafræði á Café Karólínu laugardaginn 1. ágúst klukkan 15.
Þórgunnur er Eyfirðingur, fædd árið 1981. Hún stundar nám við Listaháskóla Íslands og hefur meðfram námi starfað sem blaðamaður og pistlahöfundur á Fréttablaðinu og nú síðast sem fréttamaður á RÚV.
Sýningin Íslensk landafræði er óður til gömlu landslagsmálaranna sem lögðu grunn að íslenskri myndlistarsögu og áttu með verkum sínum þátt í að vekja þjóðerniskennd í brjóstum landsmanna. Fjallið upphafna er á sínum stað, líkt og í verkum meistaranna, en þetta eru hvorki Hekla né Herðubreið heldur óárennilegir fjallgarðar sniðnir eftir línuritum yfir gengisþróun, úrvalsvísitölu, verðbólgu og tap. Landslagið sem tekið hefur við.
Nám
2007 - Listaháskóli Íslands, myndlistardeild
2006 Kunstskolen Spektrum, Kaupmannahöfn
2003 2006 Háskóli Íslands, BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði
2002 2003 Myndlistarskólinn á Akureyri, fornámsdeild
1997 2001 Menntaskólinn á Akureyri, stúdentspróf
Meðfylgjandi mynd er af einu verka Þórgunnar.
Nánari upplýsingar veitir Þórgunnur í síma 820 8188 eða tölvupósti: thorgunnur.odds@gmail.com
Næstu sýningar á Café Karólínu:
05.09.09 - 02.10.09 Ólöf Björg Björnsdóttir
03.10.09 - 06.11.09 Bryndís Kondrup
07.11.09 - 04.12.09 Bergþór Morthens
05.12.09 - 01.01.10 Sveinbjörg Ásgeirsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Umhverfismál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
ósköp er þreytandi að horfa ofan í þessa hlandskál signt og heilagt og vart eykur hún innlitið. Þetta er amk. í fyrsta sinn sem ég opna þessa síðu vegna þess hve fráhrindandi hún virkar - og þá til að lýsa foragt minni á fyrirbærinu.
Þetta þykir mönnum nyrðra kannski sniðugt en virkar ósköp eftiröpunarandleysislega á mig nokkuð, sem sönn list á nú víst helst ekki að gera.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 11:08
Kæri Sigurjón, þetta er Brunnur. Verk eftir Marchel Duchamp. Vakti áhuga og deilur þegar það var gert árið 1917 og gerir það greinilega ennþá enda frábært listaverk.
Með bestu kveðjum,
Myndlistarfélagið, 31.7.2009 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.