Þrjár nýjar sýningar opnaðar í Safnasafninu á sunnudag

SAFNASAFNIÐ - ALÞÝÐULIST ÍSLANDS

Safnasafnið á Svalbarðsströnd í Eyjafirði kynnir þrjár nýjar sýningar á Íslenska safnadeginum 12. júlí. Í  Austursal er sýning á verkum í eigu Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings frá Burkina Faso, Benin, Ghana, Kamerún, Kongó, Mósambik, Nígeríu, Suður Afríku, Tansaníu og Togo. Í bókastofu eru keramikbollar eftir Elísabetu Haraldsdóttur á Hvanneyri, og í Langasal samstarfsverkefnið Birtingarmynd-Ímynd-Sjálfsmynd III, með fuglahræðum eftir Sigurlínu Jóhönnu Jóhannesdóttur á Kópaskeri og tískuteikningum eftir grunnskólabörnin á Raufarhöfn undir leiðsögn Þóru Soffíu Gylfadóttur, sú sýning er styrkt af Menningarráði Eyþings og Rarik. í safninu eru að auki 12 sýningar, bæði úti og inni, og standa þær allar til 6. september
Á Íslenska safnadeginum er frítt inn í Safnasafnið, en aðra daga er 500 kr. inngangseyrir, frítt fyrir börn innan fermingar, og opið daglega frá kl. 10.00-18.00. Nánari upplýsingar á safnasafnid.is og safngeymsla@simnet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband