Dagrún Matthíasdóttir sýnir í DaLí Gallery

Dagrún Matthíasdóttir opnar sýninguna TRÉ í DaLí Gallery laugardaginn 11. júlí kl. 14-17. Þar vinnur Dagrún í rými gallerísins og geri tréð að umfjöllunarefni. Merking trés getur verið mjög fjölbreytt og táknmyndir þess margar og er sú tálsýn að peningar vaxi á trjánum  mjög heillandi.
Dagrún Matthíasdóttir er útskrifuð frá Myndlistaskólanum á Akureyri og er í námi við Háskólann á Akureyri í Nútímafræði og kennslufræðum til réttinda. Hún er annar eigandi DaLí Gallery og er félagi í samsýningarhópnum Grálist og Myndlistafélaginu.
Sýningin í DaLí Gallery stendur til 19. júlí.
 
 
Kær kveðja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 / 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri

http://daligallery.blogspot.com/
opið lau-sun kl.14-17 í sumar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband