Ljóðadagskrá með rokkuðu ívafi og sýningarlok í Verksmiðjunni á Hjalteyri

einar_jpg_550x400_q95.jpg

Laugardaginn 20. júní verður ljóðadagskrá með rokkuðu ívafi í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Umsjónarmaður dagskrárinnar er skáldið og rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson en sérlegir gestir hans verða söngvaskáldin Kristján Pétur Sigurðsson og Þórarinn Hjartarson.
Dagskráin hefst kl. 21:00 og er enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Um þessar mundir stendur yfir sýningin "Hertar sultarólar" í Verksmiðjunni, hún  er opin laugardaga og sunnudaga milli kl 14:00-17:00 henni lýkur um næstu helgi og því eru síðustu forvöð að sjá þessa sýningu sem hefur hlotið afar góðar viðtökur og verið vel sótt. Sýningunni lýkur sunnudaginn 21. júní.
Myndir og nánari upplýsingar um viðburði og Verksmiðjuna á Hjalteyri á: http://www.verksmidjan.blogspot.com


Menningarráð Eyþings styrkir dagskrána í Verksmiðjunni á Hjalteyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband