Arnar Tryggvason sýnir í Jónas Viðar Galleryi

arnartryggva_600.jpg

Þetta er þriðja einkasýning Arnars sem útskrifaðist sem grafískur hönnuður
frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1995.

Myndverk Arnars hafa vakið verðskuldaða athygli enda sýnir hann ljósmyndir
af landslagi sem er ekki til - ljósmyndir af hugarheimi.

Hvert verk er samsett úr aragrúa ljósmynda. Arnar sækir búta úr ljósmyndum
héðan og þaðan og raðar saman upp á nýtt - mótar nýtt landslag. Og þrátt
fyrir að myndefnið hafi yfir sér framandlegan blæ er áhorfandinn þess
jafnframt fullviss að hann þekki myndefnið, hafi gengið þarna um.

Sýningin opnar laugardaginn 13. júní kl. 15:00 og er öllum boðið að vera
við opnun sýningarinnar. Létta veitingar verða í boði.

______________________________________________

Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband