Áfram heldur List án landamæra á Norðurlandi

f_list_an_landamaera_list_an_landamaera_gogn_2009_dagskra_og_myndir_arni_honnudur_upplysingar_f_dagskrarbaekling_no


Mjög mikil stemning hefur verið á viðburðum sem fram hafa farið á Norðurlandi á vegum Listar án landamæra.  Formlega opnunin um síðustu helgi tókst með mikilli prýði og má sem dæmi nefna að Safnvörðurinn sem nú stendur stoltur við Safnasafnið á Svalbarðsströnd hefur vakið óskipta athygli en heiðurinn að honum á hinn mjög svo öflugi Huglistarhópur.   Um daginn var opnuð í Gallerí Ráðhús sýningin KALLI25 og þykir hún hafa tekist einkar vel.  Rósa Kristín Júlíusdóttir hefur unnið með Kalla í mörg ár.


Á laugardaginn klukkan 14 er komið að opnun í Amtsbókasafninu á sýningu nemenda í Fjölmennt en það er miðstöð símenntunar sem þjónar fötluðu fólki 20 ára og eldri.  Sýningin ber yfirskriftina Norðurheimskautið og verða þar sýnd verk úr ýmiskonar efnivið. Leikhópurinn Hugsanablaðran stígur á stokk og sýnir hluta af tilraunaverkefni með söng- og leiklist.  Á laugardaginn verður einnig opið hús 14-17 í GalleríBOX í Listagilinu þar sem yfirskriftin er Komdu að leika.  Þar mun myndlistarfólk vinna með með börnum og er sýningunni ætla að gefa gestum fjölbreytt sýnishorn af því hvernig myndlistarfólk og börn vinna saman.

Hátíðin List án landamæra er nú haldin í sjötta sinn og hefur hátíðin breyst og þróast ár frá ári og fleiri eru að verða meðvitaðir um gildi hennar í listalífinu, bæði þátttakendur og njótendur. Þátttakendum fjölgar með hverju ári og í ár eru fleiri bæjarfélög með atburði á dagskrá en nokkru sinni fyrr.
Markmið hátíðarinnar er að koma list og menningu fólks með fötlun á framfæri.

Nánari upplýsingar um sýninguna í Amtsbókasafninu gefur Brynhildur Kristinsdóttir myndlistarkennari (868-3599)
Upplýsingar um hátíðina í heild sinni gefur Margrét M. Norðdahl framkvæmdastýra hátíðarinnar (691-8756)

Nánari upplýsingar um hátíðina er einnig að finna á heimasíðunni   www.listanlandamaera.blog.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband