Opnar vinnustofur á Degi myndlistar

001

Dagur myndlistar 2. maí

Dagur myndlistar er árviss viðburður, haldinn fyrsta laugardag í maí,
en þá opna myndlistarmenn, vítt og breitt um landið, vinnustofur sínar
fyrir gestum og gangandi. Að þessu sinni verður opið hús milli kl. 13
og 16 á fjölmörgum vinnustofum vítt og breitt um landið, m.a. í
Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, á Ísafirði, Skagaströnd, Akureyri
og í Freyjulundi við Eyjafjörð, á Egilsstöðum, Seyðisfirði og í Hruna.
Dagur myndlistarinnar er skipulagður af Sambandi íslenskra
myndlistarmanna, SÍM. Sjá nánar á vef SÍM, www.sim.is

Á undanförnum mánuðum hefur orðspor Íslendinga á alþjóðavettvangi
beðið nokkurn hnekki. Íslenskir listamenn eru þó meðal fárra
starfsstétta sem ekki hafa glatað tiltrú heimsins.Myndlist er ört
vaxandi grein á Íslandi og eru félagsmenn í Sambandi íslenskra
myndlistarmanna nú rúmlega 700.

Flestir myndlistarmenn vinna einir á vinnustofum sínum en þó kjósa
margir að vinna í nánu sambýli hverjir við aðra. Á Seljavegi 32 vinna
rúmlega 50 myndlistarmenn og í Sjónlistamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum
eru um 40 myndlistarmenn og hönnuðir með vinnuaðstöðu. Þar er einnig
að finna verkstæði fyrir leir, textíl og grafík.


Íslenskir myndlistarmenn reka alþjóðlega gestavinnustofu fyrir erlenda
kollega í gestaíbúðum SÍM ­ SÍMResidencies á Seljavegi 32 og á
Korpúlfsstöðum. Á síðasta ári dvöldu um 150 erlendir gestir við
myndlistarstörf á vegum SÍM. Sjá http://simresidency.blogspot.com/

Myndlistarmenn selja verk sín ýmist á vinnustofum sínum eða gegnum
gallerí. Á vefnum www.umm.is er að finna mikið af upplýsingum um
myndlist og myndhöfunda á Íslandi. Í Artóteki Borgarbókasafns er hægt
að leigja (og kaupa) verk eftir íslenska myndlistarmenn á góðum
kjörum. Sjá www.artotek.is


Á Degi myndlistar verða opnar vinnustofur á eftirtöldum stöðum:

101 Reykjavík:
Brunnstígur 5, Vinnustofa Daða Guðbjörnssonar
Hverfisgata 35, Auga fyrir auga, Vinnustofa Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur
Seljavegur 32, Vinnustofur u.þ.b. 50 félagsmanna í Sambandi íslenskra
myndlistarmanna
Sjá http://seljavegur.blogspot.com/
Öldugata 14, kj., Vinnustofa Ernu Guðmarsdóttur


105 Reykjavík:

Borgartún 1, kj., Vinnustofa Huldu Vilhjálmsdóttur
Hverfisgata 105, 2. h.t.v., Vinnustofa Kristínar Hauksdóttur

109 Reykjavík:
Brekkusel 10, kj. Vinnustofa Þórdísar Elínar Jóelsdóttur


112 Reykjavík:
Bakkastaðir 113, Vinnustofa Brynhildar Þorgeirsdóttur
Logafold 46, Vinnustofa Öldu Ármönnu Sveinsdóttur
Thorsvegur 1, Sjónlistamiðstöðin á Korpúlfsstöðum, Vinnustofur u.þ.b.
40 listamanna og hönnuða í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og
Hönnunarmiðstöð Íslands
Sjá http://korpulfsstadir.blogspot.com/


200 Kópavogur:
Auðbrekka 4, ART 11, Vinnustofur Guðmundu Kristinsdóttur og Kristínar
Tryggvadóttur
Auðbrekka 25, Vinnustofur Freyju Önundardóttur og Sesselju Tómasdóttur
Bjarnhólastígur 3 (bakhús), Vinnustofa Ásdísar Arnardóttur
Lindarhvammur 13, Vinnustofa Kristínar Þorkelsdóttur


210 Garðabær
Krókur í minjasafni Garðabæjar, Garðaholti, Anna María Lind Geirsdóttir


220 Hafnarfjörður:
Fornubúðir 8, Flensborgarhöfn, Vinnustofa Soffíu Sæmundsdóttur
Brekkuhvammur 16, Vinnustofa Dominique Ambroise


400 Ísafjörður:
Hrannargata 8, Vinnustofa Ómars Smára Kristinssonar


545 Skagaströnd

Fjörubraut 8, Listamiðstöðin Nes, vinnustofa Sissúar (Sigþrúðar Pálsdóttur)


600 Akureyri:

Engimýri 12, Vinnustofa Bjargar Eiríksdóttur
Kaupvangsstræti 12, e.h., Vinnustofur Bryndísar Kondrup, Hönnu Hlífar
Bjarnadóttur og Þórarins Blöndal


601 Akureyri:

Freyjulundur, Vinnustofa Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Jóns
Halldórssonar Laxdal


700 Egilsstaðir:

Selás 15, Vinnustofa Ólafar Birnu Blöndal


710 Seyðisfjörður:

Fossgata, Vinnustofa Þórunnar Eymundardóttur og Helga Arnar Péturssonar


845 Flúðir:

Hruni, Vinnustofa Sigríðar Helgu Olgeirsdóttur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband