Baldvin Ringsted sýnir hjá Gallerí Víð8ttu 601

baldvin.jpg

Baldvin Ringsted sýnir hjá Gallerí Víð8ttu 601 15. apríl til 5. maí í Leirutjörn á Akureyri

Sýningin átti upphaflega að opna annan dag páska en henni var frestað vegna þess að listaverkinu var stolið af hólmanum í tjörninni skömmu eftir uppsetningu. Þjófnaðurinn var kærður til lögreglunnar á Akureyri og lýst var eftir verkinu í fjölmiðlum og sáu þjófarnir fljótlega að sér og skiluðu því/skildu eftir við hús í Aðalstræti. Listaverkið hefur nú verið sett upp aftur og fær vonandi að vera í friði þar til sýningu lýkur.

Líta má á útiskúlptúrinn "Trommusett nr.2" sem nokkurskonar minnisvarða,ónytjahlut sem dregur dám af glysgirni og hlutadýrkun. Einmana en þó í undarlegu sambandi við opna náttúruna og kallast sjónrænt á við glitrandi vatnið í kring.

Baldvin Ringsted útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2004 og lauk mastersgráðu frá Listaháskólanum í Glasgow 2007. Hann vinnur gjarnan með tónlist og popp-kúltúr af ýmsu tagi í verkum sínum en þau eru unnin í margvíslega miðla. Baldvin hefur sýnt víða að undanförnu þar á meðal í Center of Contemporary Arts,Glasgow, Kunstverein Arnsberg, Artnews Projects, Berlín og í Listasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband