OPIÐ ALLA DAGA YFIR PÁSKANA KL. 12 – 17 NEMA MÁNUDAG Í LISTASAFNINU Á AKUREYRI

kenjottar-bordi.nota

Nú stendur yfir samsýning fimm málara í Listasafninu á Akureyri sem eiga það sameiginlegt
að vinna óhlutbundið, en síðustu árin er engu líkara en að abstrakt-expressjónisminn hafi
gengið í endurnýjun lífdaga á Íslandi. Hér eru á ferðinni athyglisverðar og upprennandi
listakonur, ástríðufullar og flestar lítt þekktar. Laufey Johansen, Maja Siska, Arna Gná
Gunnarsdóttir, Anna Jóelsdóttir og Guðný Kristmannsdóttir. Allar hafa þær náð að skapa
sér sérstakan tjáningarmáta sem einkennist af fítonskrafti, hugmyndaauðgi og smitandi
sköpunargleði og ber vott um þá miklu grósku og óþrjótandi möguleika sem abstraktlistin
býður upp á.
Í tengslum við sýninguna hefur Listasafnið á Akureyri gefið út glæsilega 168 síðna bók
á ísensku og ensku með greinum eftir Hannes Sigurðsson, Bjarna Sigurbjörnsson og
Aðalstein Eyþórsson, ásamt hugleiðingum þátttakenda.
Nánari upplýsingar veitir Hannes í síma 461-2610 / 899-3386. Netfang: hannes@art.is.
Sýningunni lýkur 10. maí.
Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17
Aðgangur ókeypis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband