Dagrún Matthíasdóttir og Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) opna myndlistasýningu í Startart

blod.jpg

Dalíurnar Dagrún Matthíasdóttir og Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) opna
myndlistasýningu í Startart laugarvegi 12b í Reykjavík, laugardaginn 4.
apríl kl. 15.

Sýning Dagrúnar ber titilinn Matarlist, sem eru olíumálverk á striga og
mdf plötur:
,,Ég hef yndi af því að elda og er alltaf mál að mála. Að vinna með mat í
myndlist hefur verið mér hugleikið undanfarið og er ég hér að mála þann
mat sem hefur dúkkað upp á borð hjá mér. Í raun er tíðarandinn svolítið
back to the basic eða sá að hefðbundinn íslenskur matur er mun oftar í
matinn og ratar þess vegna í málverkin mín".

start_002.jpg

Sýning Sigurlínar - Línu ber titilinn Tilbrigði. Lína notar blandaða tækni
í verkunum, aðferð sem hún hefur verið að þróa í rúm 2 ár. Í verkunum á
sýningunni í Startart notar hún acryl, lakk, pappír, hrosshár og fleira.

Þær stöllur ganga oft undir nafninu Dalíurnar sem kemur til vegna þess að
saman stofnuðu þær og reka DaLí Gallery á Akureyri. Dagrún og Lína eru
útskrifaðar frá Myndlistaskólanum á Akureyri og í dag eru báðar í námi við
Háskólann á Akureyri í kennslufræðum til kennsluréttinda. Einnig er Dagrún
í Nútímafræði við sama skóla.

Sýningarnar í Startart eru til 9. maí og allir velkomnir. http://startart.is

DaLíurnar - Dagrún og Lína eru í samsýningarhópnum Grálist og félagar í
Myndlistafélaginu.
www.gralist.wordpress.com
www.dagrunmatt.blogspot.com
Dagrún s. 8957173
Lína s.8697872


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband