31.3.2009 | 09:34
Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar sýninguna „Fagurfræðilegt dundur“ á Café Karólínu
Helga Sigríður Valdemarsdóttir
Fagurfræðilegt dundur
04.04.09 - 01.05.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar sýninguna Fagurfræðilegt dundur á Café Karólínu laugardaginn 4. apríl 2009 klukkan 15.
Helga Sigríður Valdemarsdóttir er fædd á Akureyri, 1975 og útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2003.
Á 19. öld var myndlistakennslu stúlkna ætlað að búa þær undir framtíðarhlutverk sín sem mæður og húsfreyjur. Teiknikennsla stúlkna flokkaðist með handavinnu og markmiðið var að auðvelda þeim að hanna og teikna eigið útsaumsmynstur. Myndlistakennslan átti jafnframt að auka fegurðarskyn og smekkvísi ungmeyja.
Arfleifð þessarar sögu útsaumurinn er viðfangsefni Helgu. Á sýningunni koma fyrir sjónir fimm olíumálverk á striga og sækir Helga efnivið sinn í mynstur í púða sem hún fann í fórum föðurömmu sinnar. Sama mynstur er í verkunum en þau eru máluð í ólíkum litum.
Sýningin á Kaffi Karólínu stendur til 1. maí 2009. Allir eru velkomnir á opnun.
Sýningar:
-Unglist, Deiglan á Akureyri haustið 2000
-Samsýning listnema myndlistardeildar, á Akureyri vorið 2002
-Útskriftarsýning í Ketilhúsinu á Akureyri vorið 2003
-Frá konu til konu, Black box gallery í Toronto Kanada veturinn 2006
-Heima er bezt, Minjasafnið að Hnjóti í Örlygshöfn sumarið 2008
-Heima er bezt, Hópið Tálknafirði desember 2008-janúar 2009
-Kappar og ofurhetjur, samsýning Myndlistarfélagsins, GalleríBOX í Listagilinu á Akureyri febrúar 2009
Nánari upplýsingar veitir Helga Sigríður í tölvupósti blackmolly3(hjá)hotmail.com
Næstu sýningar á Café Karólínu:
02.05.09 - 05.06.09 Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09 Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09 Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09 Þórgunnur Oddsdóttir
05.09.09 - 02.10.09 Ólöf Björg Björnsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur, Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.