Kristin G. Jóhannsson opnar sýningu í Jónas Viðar Gallery

 

Laugardaginn 17. janúar kl.15.00 verður opnuð sýning á nýjum verkum eftir
Kristin G. Jóhannsson, listmálara, í Jónas Viðar Gallery ,
Kaupvangsstræti á Akureyri.

Sýningin ber titilinn "Haustbrekkur" og er hluti myndraðar, sem
listamaðurinn hefur unnið að undanfarin ár.
Hann sýndi fyrsta hluta þessa bálks í Ketilhúsi fyrir tveimur árum og hét
"Búðargil og brekkurnar" og eru verkin á þessari sýningu í beinu framhaldi
af þeim.

Kristinn leitar fanga í nánasta umhverfi sitt og segist efna til þessara
verka í brekkunum upp af Fjörunni eða eins og segir í sýningarskrá:"Verkin
á þessari sýningu eru sem sagt hluti af stærri heild og sækja blæbrigði í
litskrúð brekknanna og minnir á haustið eða gróður sem er að syngja sitt
síðasta með trega, flúri eða fagurgala. Líf í lækkandi sól."

Sýningin veður opin til 8. febrúar og er gallerýið opið föstudaga og
laugardaga  kl 14.00-18.00.

Allir eru velkomnir á opnun sem er sem fyrr sagði kl. 15.00 n.k. laugardag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband