Arna Valsdóttir ræðir um verk sín í Kunstraum Wohnraum á sunnudag kl. 11-13

ARNA VALSDÓTTIR 

HEIMILISVERK 

21.09. - 14.12.2008 

Listamannaspjall sunnudaginn 14. desember 2008, klukkan 11:00 

KUNSTRAUM WOHNRAUM            

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir    

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 • hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de 


Sunnudaginn 14. desember 2008 klukkan 11-13 ræðir Arna Valsdóttir Heimilisverk og önnur verk í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Arna mun setja upp lífræna kviksjá í stofu Hlyns og Kristínar þar sem gestir og gangandi geta skapað myndir á veggi stofunnar.

Arna er fædd á Akureyri 1963 og nam myndlist við grafíkdeild MHÍ og lauk framhaldsnámi frá fjöltæknideild Jan van Eyck Academie í Maastricht árið 1989. Á þeim tíma fór hún að gera tilraunir með það að tengja saman fleiri þætti í myndlistinni og vann gjarnan verk þar sem saman fór hljóð, rými, mynd og hreyfing.

Arna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið einkasýningar þar sem hún vinnur verk beint inn í það rými sem hún velur hverju sinni.

Hún hefur meðal annars sett upp gagnvirk innsetningarverk í Garðskagavita, í Austurbæ, í Hafnarfjarðarleikhúsinu,í Nýlistasafninu, Í kjallara Kirsuberjatrésins, í Populus Tremula, í Ketilhúsinu, í Epal og í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Arna hefur einnig sett verk sín upp á ráðstefnum um skólamál, í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og í Háskólanum á Akureyri.

Nánari upplýsingar um verk Örnu Valsdóttur er að finna á http://www.arnavals.net

Meðfylgjandi mynd er af verki Örnu í Kunstraum Wohnraum.

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Örnu Valsdóttur stendur til 14. desember 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462  3744.

Hér er að finna nánar upplýsingar Kunstraum Wohnraum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband