3.12.2008 | 13:55
Jóna Bergdal Jakobsdóttir opnar sýninguna "Vatnslitaflæði" á Café Karólínu laugardaginn 6. desember 2008 klukkan 14
Jóna Bergdal Jakobsdóttir
Vatnslitaflæði
06.12.08 - 02.01.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Jóna Bergdal Jakobsdóttir opnar sýninguna "Vatnslitaflæði" á Café Karólínu laugardaginn 6. desember 2008 klukkan 14.
Sýnd verða fimmtán verk sem unnin eru með vatnslitum og ýmis konar tækni. Sýningin er í anda aðventunnar þar sem hún samanstendur af alheimsenglum og aðventulitadans. Þetta er tíunda einkasýning Jónu en einnig stendur nú yfir sýning á verkum hennar í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar.
Jóna er fædd á Syðri Tjörnum í Eyjafirði 1953. Ólst upp á Pétursborg í Glæsibæjarhreppi. Jóna fluttist til Akureyrar árið 1970. Hún hefur frá unga aldri haft áhuga á myndlist. Jóna hefur mikinn áhuga á ferðalögum og útivist og endurspeglast það í verkum hennar þar sem íslensk náttúra er oft sýnileg.
Menntun:
2003 Myndlistarskólinn á Akureyri, fagurlistadeild, diploma
2000 Myndlistarskólinn á Akureyri, fornámsdeild
1996-1998 Myndlistarskólinn á Akureyri, ýmis námskeið
1993-1995 Myndlistarskóli Arnar Inga
Sýningin stendur til 2. janúar 2009.
Nánari upplýsingar veitir Jóna í síma 862 1053 og jbergdal@simnet.is
Næstu sýningar á Café Karólínu:
03.01.09 - 06.02.09 Herdís Björk Þórðardóttir
07.02.09 - 06.03.09 Arnar Sigurðsson
07.03.09 - 03.04.09 Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09 Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09 Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09 Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09 Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09 Þórgunnur Oddsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur, Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.