Útflutningsráðs Íslands og Hönnunarmiðstöð auglýsa eftir hönnuðum


Skilafrestur hönnuða til að koma með tillögur í vöruþróunarverkefni Útflutningsráðs Íslands og Hönnunarmiðstöðvar hefur verið framlengdur til föstudagsins 19. desember nk.

Útflutningsráðs Íslands og Hönnunarmiðstöð auglýsa eftir hönnuðum til að koma með tillögur í vöruþróunarverkefni. Markmið verkefnisins er að leiða saman fyrirtæki og hönnuði til að hanna og framleiða nýja vöru til útflutnings. Búið er að velja 7 fyrirtæki til að taka þátt í verkefninu, en hvert fyrirtæki fær styrk sem nemur 550 þús. frá Útflutningsráði til að setja í hönnunarvinnuna en fyrirtækin leggja jafnháa upphæð á móti. Þau eru Villimey, Fossadalur, Glófi, J&S Gull, Flúrlampar, Saga Medica og Intelscan. Hver hönnuður eða hönnunarteymi getur sent inn tillögur eða hugmyndir að verkefni til tveggja fyrirtækja. Óskað er eftir grófum tillögum þar sem stuðst er við verklýsingar fyrirtækjanna. Tillögum skal skilað í lokuðu umslagi merktu dulnefni til Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Aðalstræti 10, 101 Reykjavík, fyrir kl. 17.00, föstudaginn 19. desember 2008.   

Nánar hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband