List án landamæra 2009

Nú er undirbúningur hafinn fyrir List án landamæra 2009.  Samstarfsaðilar í stjórn hátíðarinnar eru sem áður: Fjölmennt, fullorðinsfræðsla fatlaðra, Átak, félag fólks með þroskahömlun, Hitt húsið, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp.

 
Vilt þú vera með?

Hátíðin verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur síðasta vetrardag 22.apríl 2009 og mun standa fram í byrjun maí. Dagskráin er enn í mótun en meðal stærri atburða eru sýning í Listasal Mosfellsbæjar, sýningar og uppákomur í Norræna Húsinu, Handverksmarkaður og Geðveikt kaffihús, Gjörningur á vegum Átaks, Opnunarhátíð og samsýning í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dagskrá verður jafnframt á Akureyri, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Selfossi og fleiri stöðum á landsbyggðinni.

 

Ef að þú hefur áhuga á þátttöku eða þekkir einhvern sem gæti haft áhuga þá máttu gjarnan setja þig í samband við okkur. Bæði er hægt að taka þátt í einhverjum af þeim atburðum sem við erum með á dagskrá eða að koma með nýjan atburð inn í dagskrána.

Hátíðin er hugsuð sem samstarfsverkefni og því ræðst dagskráin af þátttakendum.

 

Hugmyndir að atburðum eru: Opin hús, litlar listasýningar, tónleikar og tónlistaflutningur, upplestur á eigin efni, þátttaka í samsýningum ,leiklistarviðburðum og svo mætti áfram telja. Við getum aðstoðað eftir þörfum við skipulag og að finna aðstöðu fyrir atburði.

 

Hlökkum til að heyra frá ykkur.

 

Bestu kveðjur,

stjórn Listar án landamæra.

 

Sími: 691-8756

Netfang: listanlandamaera@gmail.com

Netsíða: www.listanlandamaera.blog.is

 

P.s. Mikið af nýjum myndum á heimasíðunni okkar frá síðustu hátíðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband