Hanna Hlíf Bjarnadóttir opnar sýninguna MUNSTUR í gallerý Ráðhúsi

Hádegisopnun
Gallerý Ráðhús
Geislagötu 9
600 Akureyri

Fimmtudaginn 13. nóvember klukkan 12.15 opnar Hanna Hlíf sýninguna MUNSTUR í gallerý Ráðhúsi. Sýningin samanstendur af fjórum verkum þar sem Hanna Hlíf vinnur með útsaum. Hanna Hlíf vinnur gjarnan með gamalt handverk í verkum sínum og blandar saman á áhugaverðan hátt myndlist og handverki. Færir hún hið gamla í nýjan búning og endurskoðar handbragð fyrri tíma.

Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965, fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, fór síðan í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík en söðlaði síðan um og lauk Myndlistarskólanum á Akureyri 2006.   Hefur hún haldið nokkrar sýningar eftir útskrift og staðið að ýmsum menningarviðburðum á Akureyri. Hún stofnaði til að mynda galleríBOX ásamt öðrum árið 2005 og rak það til 2007.  Auk þess hefur hún hannað ýmsar verslanir og starfar sem innkaupastjóri Rexín á Akureyri.
 
Sýningarsalurinn er staðsettur í Ráðhúsinu á Akureyri, eins og nafnið gefur til kynna, og er dags daglega fundarsalur bæjarstjórnar Akureyrar. Þetta er ekki venjulegt gallerý, heldur vinnustaður sem fær með þessu sérstakt viðbótarhlutverk. Hægt er að fara á sýninguna alla virka daga frá 8:00-17:00 á meðan ekki eru lokaðir fundir. Sýningin stendur til 1. maí 2009.


Sýningarstjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Léttar veitingar í boði á opnun
Allir velkomnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband