JÓNA BERGDAL JAKOBSDÓTTIR sýnir í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar

RÖKKURSÖGUR
JÓNA BERGDAL JAKOBSDÓTTIR
Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar

Sýningin:
Rökkursögur eru hugleiðingar um myrkrið og á sýningunni er
reynt að ná fram stemningu í anda hátíðarinnar Dagar Myrkurs
með því að nota óhefðbundna lýsingu. Sýningin samanstendur
af fjórtán olíuverkum sem falla vel að þema hátíðarinnar.
Sumar þeirra fjalla um bernskuminningar tengdar myrkrinu,
þegar amma sagði sögur við kertaljós og myrkrið smaug í
hvern krók og kima og allt varð svo dularfullt. Skuggarnir urðu
að spennandi myndum en birtan gaf hlýjuna og öryggið.


Opnunartími:
Laugardag 8. nóvember kl. 16:00 -18:00.
Sunnudag 9. nóvember kl. 15:00 -18:00.
Mánudag – föstudags 16:00 -18:00.
Laugardag 15:00 -18:00.
Sunnudag 15:00 -18:00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband