HLYNUR HALLSSON SÝNIR Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR

borgidher.jpg gu_r_n_vera.jpg

HLYNUR HALLSSON  ÚT / INN

6. nóvember 2008 – 11. janúar 2009

Listasafn Reykjavíkur

Hafnarhús

Opnun fimmtudaginn 6. nóvember 2008 klukkan 17

 

Tuttugu þjónustufyrirtæki í miðbænum taka virkan þátt í sýningu Hlyns Hallssonar ÚT / INN sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi fimmtudaginn 6. nóvember. Sýning Hlyns felur í sér að færa hluta af safnkosti Listasafns Reykjavíkur út á meðal almennings og á sama tíma að varpa nýju ljósi á viðtekna hluti í umhverfi okkar og setja þá í nýtt samhengi innan veggja safnsins. Listaverkin verða sett upp hjá þjónustuaðilum sem í skiptum lána á sýninguna hlut sem er einkennandi fyrir starfsemi þess. Verkin sem Hlynur hefur valið úr safneigninni eru frá öndverðri síðustu öld til okkar daga og eru eftir listamenn allt frá Gunnlaugi Blöndal til Gjörningaklúbbsins. Auk þess hefur fjöldi tímarita og blaða tekið þátt í verkefninu með því að fjalla um hugmynd Hlyns og verður sú umfjöllun einnig til sýnis.

Lánsmunirnir á sýningu Hafnarhússins eru af ýmsum toga; uppstoppaður ísbjörn, minjagripir, verslunarkælir, jakkaföt og fleira og fleira en eftirtaldir þjónustuaðilar taka þátt í verkefninu: Aurum, Brynja, Eymundsson, Gyllti kötturinn, Hársaga, Gallerí i8, Kaffitár, Karlmenn, Kisan, Landsbankinn, Lyfja, Múltíkúltí,  Skífan, Subway, Varðan, Verslunin Bláa lónið, Víkingur, Vísir, 10-11 og 66° norður. Þessi sömu aðilar bjóða nú viðskiptavinum sínum að njóta listaverka eftir marga, viðurkennda listamenn eins og Ásmund Ásmundsson, Ásmund Sveinsson, Birgi Andrésson, Eggert Pétursson, Gjörningaklúbbinn, Guðmundu Andrésdóttur, Guðrúnu Veru Hjartardóttur, Gunnlaug Blöndal, Hrafnkel Sigurðsson, Hrein Friðfinnsson, Huldu Hákon, Hörð Ágústsson, Jóhannes S. Kjarval, Ilmi Stefánsdóttur, Karin Sander, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Ragnar Kjartansson, Rósku og Sólveigu Aðalsteinsdóttur.
Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir.

Hafnarhúsið er opið daglega 10-17 og alla fimmtudaga til kl. 22.

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITT

Eftirtaldir taka þátt í verki Hlyns Hallssonar með því að sýna verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur og leggja til hluti sem sýndir eru í safninu:

Víkingur / Viking
Hafnarstræti 3
Verk / Artwork:
Karin Sander, Finnbogi Pétursson, 2000

Subway
Austurstræti 3
Verk / Artwork:
Guðmunda Andrésdóttir: Án titils / Untitled, 2001

Gyllti kötturinn
Austurstræti 8
Verk / Artwork:
Hörður Ágústsson, Samlagning I / Addition I, 1976

Hársaga
Austurstræti 6
Verk / Artwork:
Ragnar Kjartansson, Guð / God, 2007

Landsbankinn
Austurstræti 11
Verk / Artwork:
Róska, Lifi frelsið / Viva la Libertad, 1973

Verslunin Eymundsson
Austurstræti 18
Verk / Artwork:
Guðrún Vera Hjartardóttir, Áhorfandi / Spectator, 1996

Verslunin 10 – 11
Austurstræti 17
Verk / Artwork:
Eggert Pétursson, án titils / Untitled, 1991

Aurum
Bankastræti 4
Verk / Artwork:
Sólveig Aðalsteinsdóttir, án titils / Untitled, 1993

66° norður
Bankastræti 5
Verk / Artwork:
Ásmundur Sveinsson, Gegnum hljóðmúrinn / Through the Sound Barrier, 1952

Kaffitár
Bankastræti 8
Verk / Artwork:
Kristján Guðmundsson, 6 x 13 jafntímalínur / 6 x 13 Balanced Timelines, 1974

Múltikúlti
Ingólfsstræti 8
Verk / Artwork:
Jóhannes S. Kjarval, Eldfákar / Fire Horses, ártal óvitað /year unknown

Vísir
Laugavegi 1
Verk / Artwork:
Hreinn Friðfinnsson, Cast, 1994

Karlmenn
Laugavegi 7
Verk / Artwork:
Birgir Andrésson, Mannlýsing I og II / Portrait I and II, 2004

Kisan
Laugavegi 7
Verk / Artwork:
Ásmundur Ásmundsson, Fantagott Pepsí / Fantagood Pepsi, 2000

Verslunin Bláa lónið / Blue lagoon
Laugavegi 15
Verk / Artwork:
Magnús Pálsson, Sólskríkja, mús, kengúra / Snow Bunting, Mouse, Kangaroo, 1980 - 94

Lyfja
Laugavegi 16
Verk / Artwork:
Hulda Hákon, There must be somebody,... , 1992

Gallerí i8
Klapparstíg 33
Verk / Artwork:
Gunnlaugur Blöndal, Frú Áslaug Ágústsdóttir, ártal óvitað / year unknown

Varðan
Grettisgötu 2a
Verk / Artwork:
Ilmur Stefánsdóttir, HOOKON-Innkaupahanskar / HOOKON-Shopping Gloves, 2001

Skífan
Laugavegi 26
Verk / Artwork:
Gjörningaklúbburinn / Icelandic Love Corporation, Girnilegar konur / Delicious Women, 1996

Brynja
Laugavegi 29
Verk / Artwork:
Hrafnkell Sigurðsson, án titils / Untitiled, 2003

Gestir safnsins eru hvattir til að kynna sér opnunartíma þar sem verk úr safneigninni eru sýnd og skoða sýninguna í miðborginni.


Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir.

Texti sýningarstjóra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband