29.10.2008 | 07:54
Áskriftartilboð Sjónauka, þriðja heftið að koma út
Í þessu þriðja hefti Sjónauka sem ber heitið Gildi / Value er áhersla
lögð á umhverfi og hagkerfi myndlistarinnar. Listamaður blaðsins
er Ásmundur Ásmundsson sem einnig gerir fjölfeldi fyrir blaðið.
Meðal þeirra er skrifa greinar eru Markús Þór Andrésson, Valur
Brynjar Antonsson og Gauti Sigþórsson. Greinin Capitalism
as Religion eftir Walter Benjamin birtist í fyrsta sinn á íslensku
í þýðingu Benedikts Hjartarsonar. Viðtöl að þessu sinni eru við
Mariu Lind sýningarstjóra, Fiu Bäckström listamann og Níels Hafstein
forstöðumann Safnasafnsins. Hlynur Hallsson gerir nýtt verk
og Eygló Harðardóttir myndlistarmaður greinir frá áhrifavöldum
sínum. Póstkort frá New York um listalíf borgarinnar og umfjallanir
um sýningar m.a. um nýafstaðna Manifesta hátíðina á Ítalíu sem
nokkrir íslenskir myndlistarmenn tóku þátt í og sýningar í tengslum
við Listahátíð í Reykjavík.
Áskriftartilboð
Sjónauki nr. 3 I nóvember 2008
Vakin er athygli á gjafverði á Sjónauka í áskrift. Til að gerast áskrifandi sendið upplýsingar um nafn, k.t. og heimilisfang á: askrift@sjonauki.is
Áskriftarverð er 1500 kr. fyrir eintakið út 2008
Nýir áskrifendur fá eintök af eldri
tölublöðum - Stofnun og Ljóðrænu
Friðrika ehf. / Po Box 338, 121 Reykjavík / info@sjonauki.is / www.sjonauki.is
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bækur, Viðskipti og fjármál, Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.