LJÓÐAHÁTÍÐ NÝHILS OG MYNDIR & KVÆÐI Í POPULUS TREMULA

nyhil-24_10-web.jpg
FYRSTA ÞJÓÐLEGA LJÓÐAHÁTÍÐ NÝHILS  |  24. okt.

Föstudaginn 24. októberklukkan 21:00 fer fyrsta þjóðlega ljóðahátíð Nýhils fram í Populus tremula. Fram koma skáldin: Arngrímur Vídalín, Gunnar Már Gunnarsson, Gréta Kristín Ómarsdóttir, Haukur Már Helgason, Jón Örn Loðmjörð, Kristín Svava Tómasdóttir og Richard Vaughn.

Flest skáldanna komu fram á Fjórðu alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils sem haldin var 22.-24. ágúst í Norræna húsinu. Mörg þeirra hafa nú þegar gefið út verk sín hjá Nýhil eða Populus tremula en útgáfa á verkum annarra er í burðarliðnum. Menningarráð Eyþings gerði aðstandendum kleift að halda hátíðina.

Húsið verður opnað kl. 20:00 – Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir – Bækur til sölu

******************************

asvs-ljosmyndir-web.jpg
MYNDIR & KVÆÐI

ljósmyndasýning og ljóðabók

AÐALSTEINN SVANUR SIGFÚSSON

Laugardaginn 25. október kl. 14:00 verður opnuð ljósmyndasýning í Populus tremula. Þar sýnir Aðalsteinn Svanur Sigfússon stórar bleksprautuprentaðar ljósmyndir frá Aðalvík á Hornströndum þar sem náttúran ríkir ein.

Jafnframt kemur út hjá Populus tremula bókin KVÆÐI með ljóðum Aðalsteins þar sem hann sækir yrkisefni til Aðalvíkur og nágrennis.

Aðalsteinn Svanur hefur haldið á þriðja tug einkasýninga síðasta aldarfjórðunginn og gefið út tvær ljóðabækur.

Einnig opið sunnudaginn 26. október kl. 14:00-17:00.

http://poptrem.blogspot.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband