16.10.2008 | 08:24
Ólafur Sveinsson og Trausti Dagsson opna sýningu í DaLí Gallery
Ólafur Sveinsson og Trausti Dagsson opna sýninguna Farvegir laugardaginn 18. október kl. 14-17 í DaLí Gallery á Akureyri.
Leið vatns frá upptökum til ósa. Leið manns frá legi til moldar.
Allt ferli sýningar sem slíkrar er farvegur. Frá hugmynd til full unninna verka sem kvíslast yfir í aðra farvegi og leiðir til annarra ósa.
Á sýningunni eru stafrænar ljósmyndir eftir Trausta Dagsson og hliðrænar blýantsteikningar eftir Ólaf Sveinsson. Verkin eru unnin á síðastliðnum þrem árum og hafa öll tilvísun í hlutbundna hversdagslega farvegi.
Trausti hefur verið áhugaljósmyndari í mörg ár. Hann hefur áður sýnt myndir á samsýningu í Deiglunni, Akureyri vorið 2005.
Ólafur hefur haldið fjölda sýninga á 25 ára ferli. Hann stundaði nám við Myndlistaskólanum á Akureyri og Lathi Polyteknik í Finnlandi.
Ólafur Sveinsson s. 8493166 http://rufalo.is
Trausti Dagsson s. 8498932 http://myrkur.is
Kær kveðja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 / 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
dagrunm@snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com
opið fös-lau kl.14-17 í vetur
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Menntun og skóli, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Mikil ósköp hvað ég væri til í að vera fyrir norðan núna, býst ekki við öðru en magnaðri sýningu.
Daníel Starrason (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.