OPINN FUNDUR UM LIST ÁN LANDAMÆRA 2009 Á AKUREYRI

kristo_lepp_pohja_loki-demon_502224

OPINN FUNDUR UM LIST ÁN LANDAMÆRA 2009
 
Nú er undirbúningur fyrir List án landamæra 2009 hafinn.

Opinn fundur verður haldinn á Akureyri  miðvikudaginn 15. október kl. 10:30


Staðsetning: 2. hæð í Ráðhúsinu (Geislagötu 9)

 

- List án landamæra er Listahátíð sem haldin er einu sinni á ári. Þar er pláss fyrir allskonar fólk og allskonar atriði.

- Fundurinn á miðvikudaginn er hugsaður til hugarflugs, umræðna og skoðanaskipta um
hugmyndir fyrir hátíðina 2009 á Akureyri og í nærsveitum.
 

- Hátíðin 2008 var fjölmenn, bæði hvað varðar sýnendur og áhorfendur, í viðhengi  má sjá lýsingu á List án landamæra almennt sem og yfirlit yfir hátíðina 2008. Á heimasíðu okkar www.listanlandamaera.blog.is má sjá dagskrárbæklinga fyrri hátíða.

- Á fundinum verður farið yfir hvað hefur verið að gerast. Hvað liggur fyrir í vor?
Og síðast en ekki síst: Hvað vilja þátttakendur og skipuleggjendur sjá gerast.

 

- Við leitum að atriðum og þátttakendum, fötluðum og ófötluðum til samstarfs og þátttöku í hátíðinni 2009 sem hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 22.apríl (síðasta vetrardag) og stendur yfir í tvær vikur.

 

- Listafólk, aðstandendur listafólks, listnemar, leiðbeinendur, gallerýrekendur, leikhússtjórar, tónleikahaldarar, hugmyndasmiðir, smiðir  og aðrir sem áhuga hafa eru sérstaklega hvattir til að mæta.

- Mjög mikilvægt væri að sjá sem flesta á fundinum. Endilega sendið okkur línu á netfangið: listanlandamaera@gmail.com, fyrir mánudaginn 13. október og látið vita um mætingu.

Bestu kveðjur og vonir um að sjá sem flesta,

Stjórn Listar án landamæra,
Margrét M. Norðdahl, framkvæmdastýra Listar án landamæra

Aileen Svensdóttir, fulltrúi Átaks

Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar

Helga Gísladóttir, deildarstjóri hjá Fjölmennt í Reykjavík

Jenný Magnúsdóttir, deildarstjóri Sérsveitar Hins Hússins
Ása Hildur Guðjónsdóttir, fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands
 
 
--
List án landamæra
www.listanlandamaera.blog.is
Sími: 691-8756


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband