Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar sýningu á D-sal Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur

jonahlif D9   JÓNA HLÍF HALLDÓRSDÓTTIR
LAUGARDAGINN 27. SEPTEMBER KL. 16:00

Næstkomandi laugardag hefst annar hluti sýningaraðar D-salar Hafnarhússins með sýningu Jónu Hlífar Halldórsdóttur.
Fyrsta hluta sýningaraðarinnar lauk í maí síðastliðnum en þá höfðu átta listamenn kynnt verk sín í salnum. D-sýningaröðinni er ætlað að efla unga og efnilega listamenn og gefa þeim tækifæri til að kynna verk sín á einkasýningu í opinberu safni. Fyrri sýningaröðinni lauk með útgáfu sýningarskrár með verkum sýnendanna auk þess sem Listasafn Reykjavíkur stóð fyrir málþingi um stöðu yngri
listamanna í samtímanum.

JÓNA HLÍF HALLDÓRSDÓTTIR
Í innsetningum sínum vinnur Jóna Hlíf með skúlptúra, myndbönd, málverk og texta en innsetning hennar í D-salnum nefnist Plenty of Nothing. Jóna Hlíf er fædd í Reykjavík 1978 og lauk diploma prófi árið 2005 og MFA árið 2007 frá Glasgow School of Art. Hún er sýningarstjóri VeggVerk og Gallerí Ráðhús og hefur rekið GalleriBOX á Akureyri frá árinu 2005.
Sýningarstjóri er Yean Fee Quay.

Sýningin verður opnuð á sama tíma og ID-LAB, sem áður hefur verið kynnt, og stendur til 9. nóvember.

Nánar um sýninguna hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband