Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir í nýju Galleríi, M3 á Glerártorgi

kindur_679492.jpg
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnaði sýningu/innsetningu í Gallerí M3 á Glerártorgi föstudaginn 19. sept.

Aðalheiður  er fædd og uppalin á Siglufirði en fluttist til Akureyrar og bjó þar í 20 ár. Hún hefur fengist við myndlist síðan 1993, sett upp fjölda einkasýninga í 14 löndum og tekið þátt í samsýningum, listasmiðjum og Dieter Roth Akademíunni. Aðalheiður hefur starfað við ýmislegt tengt listum og hlotið tvívegis starfslaun frá ríki og bæ. Var þátttakandi í uppbyggingu Listagilsins á Akureyri og er í stjórn Myndlistafélagsins og Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Undanfarin fjögur ár hefur Aðalheiður búið og starfað í Freyjulundi 601, Akureyri.  www.freyjulundur.is

Sýningin  er sú þriðja sýning af fimmtíu sem Aðalheiður setur upp víða um heim á næstu fimm árum.  Sýningarnar eru allar undir yfirskriftinni “ Réttardagur “ og fjalla á fjölbreyttan hátt um þá menningu sem skapast hefur í kringum  íslensku sauðkindina. Hver sýning tekur mið af rýminu sem í boði er og verður öðrum listamönnum eða aðilum sem fjalla um sauðkindina,  boðin þátttaka.  Einnig eru bókaðar sýningar  á næsta ári í Hollandi, Þýskalandi og Afríku.

Gallerí M3  er sett saman úr  einingum sem framleiddar eru af Montana fyrirtækinu og er gjöf  Peters J. Lassens forstjóra og aðaleiganda danska húsgagnafyrirtækisins og Eyjólfs Pálssonar eiganda húsgagnaverslunarinnar Epal til Akureyrarbæjar.   Montana einingarnar voru hannaðar og framleiddar í þeim tilgangi að fá listamenn til að raða þeim saman og skapa með þeim innsetningar og er Ólafur Elíasson td. einn þeirra sem hefur unnið með einingarnar.   Árið 2005 vann Finnur Arnar myndlistarmaður verkið "Stígur" sem sýnt var í versluninni Epal. Það verk var gefið Akureyrarbæ en síðan ákveðið að setja einingarnar, sem upphaflega voru hluti af verki Finns, saman en leyfa fleiri listamönnum að vinna inn í þær sín myndlistarverk.   
Gallerí M3 verður staðsett á Glerártorgi um hríð  en rýmið er hinsvegar þess eðlis að auðvelt er að flytja það milli staða.
Það er mikill heiður fyrir bæinn að þiggja slíka gjöf en þess má geta að Lassen hefur í þrjú ár veitt verðlaunafé í flokki hönnunar í Íslensku Sjónlistaverðlaununum. 

Meðfylgjandi er mynd af verki Aðalheiðar Eysteinsdóttur sem verður inni í Gallerí M3

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband