17.9.2008 | 11:12
Starfslaun listamanna 2009
Hér međ eru auglýst til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutađ verđur áriđ 2009, í samrćmi viđ ákvćđi laga nr. 35/1991 međ áorđnum breytingum.
Starfslaunin eru veitt úr fjórum sjóđum, ţ.e.:
1. Launasjóđi rithöfunda
2. Launasjóđi myndlistarmanna
3. Tónskáldasjóđi
4. Listasjóđi
Umsóknir einstaklinga, ásamt fylgigögnum, skulu berast Skrifstofu Stjórnar listamannalauna, Hallveigarstöđum, Túngötu 14, 101 Reykjavík, á ţar til gerđum eyđublöđum fyrir kl. 17:00 fimmtudaginn 2. október 2008. Ef umsókn er send í pósti gildir dagstimpill pósthúss.
Umsóknir skulu auđkenndar "Starfslaun listamanna 2009" og tilgreindur sá sjóđur sem sótt er um laun til.
Heimilt er ađ veita starfslaun úr Listasjóđi til stuđnings leikhópum enda verđi ţeim variđ til greiđslu starfslauna til einstakra leikhúslistamanna. Umsóknir leikhópa til Listasjóđs fyrir einstaka leikhúslistamenn, ásamt fylgigögnum, skulu berast Skrifstofu Stjórnar listamannalauna, Hallveigarstöđum, Túngötu 14, 101 Reykjavík, á ţar til gerđum eyđublöđum fyrir kl. 17.00 fimmtudaginn 2. október 2008. Ef umsókn er send í pósti gildir póststimpill. Umsóknir skulu auđkenndar "Starfslaun listamanna 2009 - leikhópar".
Međ umsókn skal fylgja greinargerđ um verkefni ţađ sem liggur til grundvallar umsókninni ásamt upplýsingum um hve langan starfstíma er sótt um og rökstuđningi fyrir tímalengd. Jafnframt skulu fylgja upplýsingar um náms- og starfsferil, verđlaun og viđurkenningar. Ţessir ţćttir skulu ađ jafnađi liggja til grundvallar ákvörđun um úthlutun starfslauna
Athugiđ ađ hafi umsćkjandi áđur hlotiđ starfslaun verđur umsókn hans ţví ađeins tekin til umfjöllunar ađ hann hafi skilađ Stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í samrćmi viđ ákvćđi 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991 međ áorđnum breytingum.
Umsóknareyđublöđ fást á vef Stjórnar listamannalauna www.listamannalaun.is og á skrifstofu stjórnarinnar ađ Hallveigarstöđum, Túngötu 14, 2. hćđ.
Umsóknarfrestur rennur út fimmtudaginn 2. október 2008.
Stjórn listamannalauna 25. júlí 2008
Skrifstofa Stjórnar listamannalauna
Túngötu 14, 101 Reykjavík
S. 562 6388, listamannalaun@listamannalaun.is
www.listamannalaun.is
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Ferđalög, Menntun og skóli, Viđskipti og fjármál | Breytt 30.9.2008 kl. 22:21 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.