10.9.2008 | 09:51
Joris Rademaker sýnir verk á Kartöfluþingi AkureyrarAkademíunnar
Jarðepli í íslenskri menningu í 250 ár
afmælismálþing um ræktun og neyslu kartaflna
Laugardaginn 13. September nk. stendur AkureyrarAkademían fyrir allsherjar afmælismálþingi til heiðurs kartöflum. Tilefnið er ekki eingöngu alþjóðlegt ár kartöflunnar í ár, heldur einnig 250 ára ræktunarafmæli kartaflna á Íslandi og það að 200 ár eru liðin síðan ræktun þeirra hófst í Búðargilinu á Akureyri.
Málþingið var styrkt af Menningarráði Eyþings og er hugsað sem væn blanda af fræðum, listum, ræktun og matargerð með erindum, uppákomum, veisluhaldi og dansi - fræðandi og nærandi. Þau sem að þinginu koma eru þau Hildur Hákonardóttir, myndlistakona og rithöfundur, og Bergvin Jóhannsson, formaður Samtaka kartöfluræktenda, Anna Richardsdóttir, dansari, Brynhildur Þórarinsdóttir hjá Neytendasamtökunum, Björn Teitsson, sagnfræðingur, Joris Rademaker, myndlistamaður, Guðrún H. Bjarnadóttir, vefnaðarkona, Sigríður Bergvinsdóttir, verkefnisstjóri Kartöfluárs, Jóhann Thorarensen, garðyrkjufræðingur, Helgi Þórsson, listamaður og umhverfisfræðingur, Friðrik Vagn Karlsson, matreiðslumeistari. Páll Björnsson stýrir umræðum. Matargerðarsnillingarnir á veitingastaðnum Friðrik V töfra fram kartöflutertur og kartöflurétti og Helgi og hljóðfæraleikararnir sjá um tónlistarveislu um kvöldið.
Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Garðyrkjufólki, fræðifólki, bændum, heimaræktendum og áhugafólki um ræktun, neyslu og matarmenningu sérstaklega bent á að sækja þingið sem haldið er í húsakynnum Akademíunnar í Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99 á Akureyri. Þingið hefst klukkan 13 á laugardaginn og stendur fram eftir kvöldi. Nánari upplýsingar eða fyrirspurnir á www.akureyrarakademian.is.
(Kristín Þóra Kjartansdóttir 6610168)
Dagskrá málþingsins
13:00 Setning þingsins: Kristín Þóra Kjartansdóttir
Fundarstjóri: Páll Björnsson
13:15-14:45: Jarðepli festa rætur í íslenskri menningu
- Hildur Hákonardóttir, myndlista- og garðyrkjukona: Saga kartöflunnar í alþjóðlegu samhengi: Hvernig kartöflurnar bárust milli landa og heimsálfa."
- Björn Teitsson, sagnfræðingur, og Jóhann Thorarensen, garðyrkjufræðingur: Kartöfluræktun í Búðargili og almennt á landinu á 19. öld.
- Bergvin Jóhannsson, bóndi og Sigríður Bergvinsdóttir, verkefnisstjóri kartöfluárs: Stórræktun kartaflna: Þróunin síðustu hálfa öld útfrá sjónarhorni eyfirsks bónda.
14:45-16:00: Kaffiveitingar og uppákomur: kartöflutertur og kaffi, kartöfluupptaka, listgjörningur, kartöflusýning. Atriði á vegum Friðriks V, Önnu Richardsdóttur, Jorisar Rademaker, Guðrúnar H. Bjarnadóttur (Höddu), Helga Þórssonar og Jóhanns Thorarensen.
16:00-17:00: Jarðepli í íslenskri matargerð: Neysla og nýting kartaflna
- Brynhildur Pétursdóttir, Neytendasamtökunum: "Barátta fyrir betri kartöflum."
- Friðrik Valur Karlsson, matreiðslumeistari: Staðbundin matarmenning og kartöflukúnstir í matargerð.
17:00-17:45: Umræður og samantekt
17:45-19:00: Matarveisla: Kartöfluréttir frá Veitingastaðnum Friðrik V
Hlé
21:00-23:00 Tónlistarveisla til heiðurs kartöflum: Helgi og hljóðfæraleikararnir
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Tónlist, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.