Lína opnar sýninguna "Tilbrigði - Variation" á Café Karólínu laugardaginn 6. september 2008 klukkan 17

lina.jpg


Sigurlín M. Grétarsdóttir

Tilbrigði - Variation 

06.09.08 - 03.10.08   
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) opnar sýninguna "Tilbrigði - Variation" á Café Karólínu laugardaginn 6. september 2008 klukkan 17.

Lína notar blandaða tækni í verkunum, aðferð sem hún hefur verið að þróa í rúm 2 ár. Í verkunum á sýningunni á Café Karólínu notar hún acryl, lakk, pappír, hrosshár og fleira.

Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) stundaði nám við Iðnskólann í Hafnarfirði í 3 ár, á hönnunarbraut og útskrifaðist sem tækniteiknari. Hún útskrifaðist frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2007 eftir fjögurra ára nám þar. Hún er nú í Háskólanum á Akureyri í kennsluréttindanámi. Þessi sýning er 5. einkasýningin hennar en hún hefur tekið þátt í nokkrum af samsýningum.
Sýningin á Café Karólínu stendur til 3. október 2008.

Nánari upplýsingar veitir Lína í lina(hjá)nett.is og í síma 8697872
Meðfylgjandi er mynd af einu verkanna sem hún sýnir á Café Karólínu.

Næstu sýningar á Café Karólínu:

04.10.08 - 31.10.08    Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08 - 05.12.08    Þorsteinn Gíslason
06.12.08 - 02.01.09    Jóna Bergdal Jakobsdóttir
03.01.09 - 06.02.09    Herdís Björk Þórðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband