Fimm listamenn taka þátt í Grasrót 2008

grasrot_hjalteyri_428.jpg

Sýningin Grasrót 2008 verður þetta árið sett upp í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Grasrótarsýningarnar hafa nú þegar unnið sér sess sem sýnishorn af því áhugaverðasta sem ungir og upprennandi listamenn eru að fást við. Hingað til hafa grasrótarsýningarnar verið í Nýlistasafninu að þessu sinni verður breyting þar á. Verkefnið unnið í samvinnu Verksmiðjunnar við Nýlistasafnið og Sjónlist. Sýningin Grasrót 2008 opnar laugardaginn 20. september 2008 en um þá helgi verða Sjónlistarverðlaunin afhent á Akureyri.

Fimm listamenn hafa verið valdir til að taka þátt í Grasrót 2008 og þau eru Björk Viggósdóttir, Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus), Halldór Ragnarsson, Jeannette Castioni og Jóna Hlíf Halldórsdóttir.

Þau komu öll í Verksmiðjuna á Hjalteyri í síðustu viku til að skoða aðstæður og leggja drög að spennandi verkum sem þau munu setja upp.  Þórarinn Blöndal er sýningarstjóri Grasrótar 2008.

Björk Viggósdóttir er fædd 1982 á Akureyri og býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands 2006.
Nánari upplýsingar á:
http://bjorkbjork.blogspot.com
http://www.myspace.com/bjorkbjork

Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus) er fæddur 1978 í Reykjavík og býr og starfar þar. Hann nam myndlist og tónlist við Het Koninklijk Conservatorium í Haag og lauk þaðan námi 2007.
Nánari upplýsingar á:
http://www.kippikaninus.com

Halldór Ragnarsson er fæddur í Reykjavik 1981. Hann býr og starfar í Reykjavík. Hann lærði heimspeki við Háskóla Íslands og nam myndlist við Listaháskóla Íslands og lauk þaðan námi 2007. Hann var gestanemi við Hochschule der Künste í Berlín 2005-2006.
Nánari upplýsingar á:
http://hragnarsson.com
http://www.myspace.com/mariomuskat

Jeannette Castioni er fædd í Verona á Ítalíu 1968 og býr og starfar þar og í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr málaradeild listaakademíunnar í Bologna 2002 og frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2006.
Nánari upplýsingar á:
http://www.hivenet.is/terra/jeannette

Jóna Hlíf Halldórsdóttir  er fædd í Reykjavík 1978 en býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist af myndlistardeild Myndlistarskólans á Akureyri 2005 og stundaði framhaldsnám í Glasgow School of Art 2005-2007.
Nánari upplýsingar á:
http://www.jonahlif.com


Verksmiðjan: http://www.verksmidjan.blogspot.com
Nýlistasafnið: http://www.nylo.is
Sjónlist: http://www.listasafn.akureyri.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband