Hanna Hlíf Bjarnadóttir og Þórarinn Blöndal sýna hjá Gallerí Víð8ttu601

thelogo.jpg

Gallerí Víð8tta601: Hanna Hlíf Bjarnadóttir og Þórarinn Blöndal.
29.08.-30.09.2008


Hanna Hlíf og Þórarinn sýna verkið Stuðlar í hólmanum í Leirutjörn. Þetta er fyrsta samsýning þeirra hjóna en verkið samanstendur af 8 speglum og er heiti þess  vísun í endurtekningu á ákveðinni formfestu speglanna en sjónræn upplifun ræðst af staðsetningu áhorfandans. 

Þórarinn Blöndal er fæddur á Akureyri 25. október 1966, hann stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, Myndlista- og Handíðaskólann og í Academie van Beldende Kunsten í Rotterdam, Hollandi.  Ásamt því að halda sýningar sjálfur hefur Þórarinn staðið fyrir ýmsum listviðburðum og tekið virkan þátt í félagsstarfsemi á Akureyri.  Stofnaði gallerí02 og rak það ásamt Jónasi Viðari, var í stjórn Gilfélagsins um árabil, var einn af stofnendum Myndlistarfélagsins og situr í stjórn þess og er einn af stofnfélögum Verksmiðjunnar á Hjalteyri.  Þórarinn hefur komið að ýmsum verkefnum tengdum söfnum víða um land, bæði sem hönnuður og að uppsetningu sýninga og sem sýningarstjóri. Undanfarna vetur hefur Þórarinn kennt myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri.

Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965,  fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, fór síðan í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk síðan prófi frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2006.   Hefur hún haldið nokkrar sýningar eftir útskrift og staðið að ýmislegri menningarstarfsemi á Akureyri.  Stofnaði galleríBOX 2005 ásamt öðrum og rak það til 2007 en það er staðsett í Kaupvangsstræti 10, Akureyri. Auk þess hefur hún hannað ýmsar verslanir og starfar sem innkaupastjóri Rexín á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband