Sigtryggur Bjarni Baldvinsson opnar í Jónas Viðar Gallery

eyjafjardara_me_bliki_654867.jpg

Laugardaginn 30. ágúst opnar sýning Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar í
Jónas Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri.  Á sýningunni verða ný
olíumálverk Sigtryggs af Eyjafjarðará.
Listamaðurinn hefur á síðustu árum einbeitt sér að því að gera
straumvatni skil í verkum sínum í formi olíumálverka, vatnslitamynda,
lágmynda og innsetninga. Út frá verkum Sigtryggs má velta upp
spurningum varðandi samhliða eðli málverksins og vatnsyfirborðs. Þegar
horft er á vatnsflöt er það ekki vatnið sjálft sem sést heldur það sem
speglast í vatninu og sést í gegn um það. Færa má rök fyrir því að
gildi listaverks felist einmitt í því sama.

Sýningin er 20. einkasýning Sigtryggs og opnar kl. 14.30.

______________________________________________

Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband