29.8.2008 | 12:06
Anna Gunnarsdóttir opnar sýningu í Ketilhúsinu
Dulmögn djúpsins
Velkomin á opnun sýningar minnar í Ketilhúsinu 30. ágúst kl. 16:00
Sýningin stendur til 22. september 2008
Léttar veitingar í boði.
Anna Gunnarsdóttir
Talið er að upphaf lífsins hafi verið í sjónum. Botn hafsins hefur margt að geyma
þar sem enginn hefur komið og aðeins ímyndunaraflið ræður för.
Líkt og í sál mannsins er þar ýmislegt okkur dulið.
Síðan ég var lítil stelpa að leika mér í fjörunni hefur mig alltaf langað til þess að
kanna dulda heima djúpsins og margbreytilegum formum hinna ýmsu dýra.
Þetta er mín sýn á djúpi hafsins og dulmögnun þess.
Anna Gunnarsdóttir lærði textíl hönnun í
Bandaríkjunum, Danmörku og á Íslandi. Hún hefur
aðallega fengist við vinnslu á þæfðri ull og textíl. Hún
blandar saman nytjavöru, myndlist og fatahönnun með
þessum miðlum.
Hún hefur að baki fjölmargar sýningar, þar á meðal yfir
um 38 samsýningar og hefur hlotið fjölda verðlauna og
viðurkenningar fyrir verk sín.
Hún er annar eigandi gallerí Svartfugl og Hvítspóa í miðbæ Akureyrar.
Anna var valin bæjarlistamaður Akureyrar árið 2008.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur, Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.