Sýningin Portraits of the north opnar klukkan 17 í Amtsbókasafninu á Akureyrarvöku


Ykkur er boðið að vera við opnun sýningarinnar Portraits of the north á laugardag klukkan 17 í Amtsbókasafninu en sýningin er hluti af dagskrá Akureyrarvöku. 
Um er að ræða áhrifamiklar blýantsteikningar af fólki úr frumbyggjabyggðum Norður-Kanada og hefur sýning farið víða frá árinu 2006 . 
Myndirnar eru eftir listamanninn Gerald Kuehl og koma frá Listasafni Manitoba en sýningin er í boði Manitobastjórnar.
Peter Bjornsson menntamálaráðherra Manitoba mun opna sýninguna en hann í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.
Álftagerðisbræður syngja við opnunina og léttar veitingar verða í boði.

Vert er að minnast á meiri menningu tengda Manitoba sem hægt er að njóta á Akureyrarvöku.
Jaxon Haldane og Chris Saywell úr Bluegrass hljómsveitinni DRangers spila á föstudagskvöld í Lystigarðinum við setningu Akureyrarvöku, auk þess sem þeir félagar eru hluti af lokaatriði Akureyrarvöku á laugardagskvöldið
Freya Olafson listakona sýnir video-danslistaverkið New Icelander klukkan 20.30 í Húsinu í Rósenborg og verður einnig þátttakandi í lokaatriði Akureyrarvöku.

Að síðustu er það þing Þjóðræknisfélags Íslendinga sem haldið verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun frá klukkan 13 - 16.  Á dagskrá þingsins verða ávörp ráðherra, bæjarstjórans á Akureyri og aðalræðismanns Íslands í Winnipeg. Flutt verður minni Árna Bjarnarsonar og fjallað um Sigríði móður Nonna auk þess sem sýning henni tileinkuð verður sett upp á fundarstað. Sagt verður frá starfi Vesturfarasetursins á Hofsósi og greint frá 10 ára öflugu starfi Snorraverkefnisins. Það verkefni hefur blásið nýju lífi í samskiptin milli afkomenda íslenskra landnema í Vesturheimi og Íslands og tengt starfið enn betur við byggðir landsins einum á norður- og austurlandi. Hópur úr Snorri Plus verkefninu verður á Akureyri við þetta tækifæri. 

Það eru allir hjartanlega velkomnir á þingið.

(Lára Stefánsdóttir tók myndina af Amtsbókasafninu)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband