28.8.2008 | 17:28
SJÓNLIST 2008 opnar í Listasafninu á Akureyri á laugardag
LAUGARDAGINN 30. ÁGÚST KL. 15 er yður boðið á opnun sýningar á verkum þeirra listamanna sem tilnefndir eru til Íslensku sjónlistaverðlaunanna 2008.
FÖSTUDAGINN 19. SEPTEMBER KL. 10. Spjallað við tilnefnda listamenn um verk þeirra á sýningu Sjónlistar í Listasafninu á Akureyri.
FÖSTUDAGINN 19. SEPTEMBER KL. 13, Brekkuskóli Málþing Sjónlistar: (Un)Making of Public Space / (Af)myndun almenningsrýmis
Aðalfyrirlesari er bandaríski rithöfundurinn Jeff Byles, en einnig taka til máls heimspekingurinn Haukur Már Helgason og myndlistarkona Berglind Jóna Hlynsdóttir.
Stjórnandi málþings er Páll Björnsson sagnfræðingur. Málþingið fer fram á ensku og er öllum opið.
FÖSTUDAGINN 19. SEPTEMBER KL. 19.40 verður bein útsending undir stjórn Þorsteins J. í Ríkissjónvarpinu frá afhendingu Sjónlistarorðunnar 2008 í Flugsafni Íslands á Akureyri.
LAUGARDAGINN 20. SEPTEMBER Spjallað við tilnefnda listamenn í Listasafninu kl. 14. Opnanir í galleríum bæjarins og nýtt gallerí á Glerártorgi tekur til starfa. Verkstæði gullsmiða verða eining opin og óvæntar uppákomur víðsvegar um bæinn. Helginni lýkur með glaum og gleði á veitinga- og skemmtistöðum bæjarins þar sem grímubúningar, náttföt og ýmiskonar furðufatnaður verður í hávegum hafður.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.