11.8.2008 | 12:57
Bók um Margréti Jónsdóttur leirlistakonu
Um miðjan janúar 2009 verður opnuð einkasýning í Listasafninu á Akureyri á
verkum Margrétar Jónsdóttur leirlistakonu. Hún hefur starfað óslitið að list
sinni frá árinu 1985 og haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda
samsýninga bæði á Íslandi og erlendis. Í tilefni opnunarinnar gefur
Listasafnið út bók um Margréti og list hennar. Í hana rita listfræðingarnir
Shauna Laurel Jones og Aðalsteinn Ingólfsson og Sigurður Örn Guðbjörnsson
mannfræðingur. Auk þess prýðir bókina fjöldi ljósmynda.
Þér/ykkur er hér með boðið að kaupa bókina í forsölu og fá þannig nafn
þitt/ykkar á Tabula Gratulatoria á titilsíðu bókarinnar. Verð bókarinnar er
4.500.- og greiða þarf andvirðið inn á reikning 1145-26-11421, kennitala
051061-5279 fyrir 15.september en þá fer bókin í prentun. Við greiðslu er
nauðsynlegt að fram komi nafn, kennitala og heimilisfang greiðanda. Hægt
verður að nálgast bókina á Listasafninu á meðan á sýningu stendur, en þeir
sem þess óska geta fengið bókina senda í pósti á kostnað kaupanda.
Nafn greiðanda mun birtast á Tabula Gratulatoria, en sé óskað eftir að
fleira en eitt nafn komi fram þarf að hafa samband við verkefnisstýru í
síma 4663365 eða 6632525 og á netfangið signyjons(hjá)internet.is sem mun gefa
allar frekari upplýsingar.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bækur, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.