MÁLVERK Á FISKIDEGI

 img_7684.jpg

Guðbjörg Ringsted opnar málverkasýningu á Dalvík þann 7. ágúst kl. 17:00.
Sýningin er til húsa í Krækishúsinu við Hafnarbraut og mun standa til og með 10 ágúst, eða á meðan á fiskidögum stendur.  Þetta er 14. einkasýning Guðbjargar en það eru um 20 ár síðan hún sýndi síðast á Dalvík.  Málverkin eru öll frá árinu 2007 og 2008 og er yrkisefnið laufa- og blómamunstur sem hún hefur unnið með undanfarið. Má t.d. sjá baldýringamunstur liðast um myndflötinn.
Sýningin er opin frá kl. 14:00 til kl. 22:00 föstudag og laugardag en frá 14.00 til 18:00 á sunnudag.
Sjá fiskidagur.muna.is
Allir velkomnir !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband