30.7.2008 | 12:19
Myndlistarsýningin START opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Verksmiðjan
Menningarmiðstöð á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri // 601 Akureyri // verksmidjan.blogspot.com // 461 1450 // 865 5091
START
02.08. 23.08.2008
Alexander Steig, Þýskalandi
Arna Valsdóttir, Íslandi
Boekie Woekie, Hollandi
Kristján Guðmundsson, Íslandi
Magnús Pálsson, Íslandi/Bretlandi
Nicolas Moulins, Frakklandi/Þýskalandi
Sigga Björg Sigurðardóttir, Íslandi/Skotlandi
Opið fimmtudaga til sunnudaga klukkan 14:00 - 17:00
Nánari upplýsingar á http://www.verksmidjan.blogspot.com
---
Myndlistarsýningin START opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri, laugardaginn 2. ágúst 2008 klukkan 14:00.
Sýningin stendur til 23. ágúst.
Opið frá fimmtudegi til sunnudags klukkan 14:00 - 17:00
Dagsskrá:
Laugardagurinn 2. ágúst
14:00 Opnun. Þátttakendur eru Sigga Björg Sigurðardóttir, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Alexander Steig, Boekie Woekie, Nicolas Moulin og Arna Valsdóttir.
15:00 Arna Valsdóttir, Sönggjörningur
17:00 Arna Valsdóttir, Sönggjörningur
18:00 Ghazi Barakat, tónlistaratriði
Sunnudagurinn 3. ágúst
14:00 - 17:00 Listasmiðja
fyrir börn og foreldra. Opið öllum.
Laugardagurinn 9. ágúst
10:00 - 15:00 Listasmiðja fyrir börn
15:00 Arna Valsdóttir, Sönggjörningur
18:00 Kammerkórinn Hymnodia
Sunnudagurinn 10. ágúst
10:00 - 15:00 Listasmiðja fyrir börn
Listasmiðjurnar eru fyrir 10 til 14 ára krakka, ekkert þátttökugjald.
Umsjónarmenn: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Gústav Geir Bollason og Þórarinn Blöndal.
Skráning hjá Aðalheiði í síma 865 5091
Sunnudagurinn 17. ágúst
15:00 Ljóðadagskrá
í umsjón Jóns Laxdal
Sýningin stendur til 23. ágúst.
Stuðningsaðilar eru Menningarráð Eyþings, Impra, Nýsköpunarmiðstöð, Þýska sendiráðið og BYKO.
Nýtt upphaf í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Fyrsta sýningin í gömlu verksmiðjunni á Hjalteyri er samansett af ólíkum myndlistarmönnum af þremur kynslóðum sem vinna í sex löndum. Þau vinna með innsetningar, kvikmyndir, myndbönd, hljóð, málverk, teikningar og gjörninga, svo eitthvað sé nefnt. Verksmiðjan sjálf er spennandi útgangspunktur og umgjörð fyrir verkin sem sum eru gerð sérstaklaga fyrir þessar aðstæður en önnur fá nýja merkingu í þessu hráa umhverfi.
Menningarhátíð á Hjalteyri í ágústmánuði
Von okkar listamannanna sem standa að Verksmiðjunni er að Hjalteyrarverksmiðjan og umhverfi hennar verði framtíðarstaður listamanna og þá væri sérstaða hennar í listheiminum veruleg. Hún yrði nokkurs konar frumbýli - listin nemur land - og brúaði með því bil á milli þéttbýlis og landsbyggðar en einnig landsbyggðar og umheims. Hún yrði hvortveggja í senn; svæðisbundin og næði jafnframt til stærri heildar, þar sem hún myndi bæði taka mið af þörfum og áhuga íbúa næsta nágrennis en um leið opna gáttir til umheimsins fyrir tengsl sín og samstarf við erlenda aðila. Umhverfið og húsakynni Hjalteyrar-verksmiðjunnar vekur athygli, hefur áhrif á sköpun og mótar starfsemina. Unnið hefur verið að grunnendurbótum á Verksmiðjunni en tekið tillit til umhverfisins og þess hvernig húsakynni eru í raun. Samspil náttúruafla og mannvirkja hefur verið haft í huga og að leiðarljósi. Verksmiðjan er eitt listaverk út af fyrir sig.
Aðstandendur Verksmiðjunnar eru:
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Arna Valsdóttir
Arnar Ómarsson
Gústav Geir Bollason
Hlynur Hallsson
Jón Laxdal Halldórsson
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Lene Zachariassen
Véronique Legros
Þórarinn Blöndal
Clémentine Roy
Henriette van Egten
Kristján Guðmundsson
Jan Voss
Nicolas Moulin
Rúna Þorkelsdóttir
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Ferðalög, Kvikmyndir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.