Joris Rademaker opnar sýningu í Grafíksafni Íslands

img_1460
 
SKIPULAGT KAOS Í SVARTHVÍTU
 
Joris Rademaker opnar sýningu í Grafíksafni Íslands, Tryggvagötu 17 í Reykjavík, laugardaginn 2. ágúst kl. 14 og eru allir velkomnir.
Form og fundið efni einkenna verk Jorisar. Hvorttveggja á sér rætur í einhverju lífrænu, tengist mannslíkamanum eða öðrum náttúrulegum efnum.
Joris er líklegast eini listamaðurinn hér á landi sem vinnur málverk í svart hvítu en með þeim einföldu andstæðum nær hann einmitt svo vel að skapa átakamikil blæbrigði sem njóta sín hvað best í þessum (hálf)mennsku formum.
Svart hvít áferðin undirstrikar bæði tenginguna við óendanleikann og við prentverkið.

Joris er fæddur í Hollandi árið 1958. Útskrifaðist úr AKI myndlistarskólanum árið 1986 og hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar bæði hér á landi sem og í Hollandi. Hann hefur verið búsettur á Akureyri frá árinu 1991 og rekur þar Gallerí Plús ásamt Pálínu Guðmundsdóttir.

Nánari upplýsingar um Joris er að finna á http://www.joris.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband