28.7.2008 | 17:33
Íbúð fyrir gestalistamenn í Hveragerði
Myndlistarmenn - Rithöfundar - Tónlistarmenn
Menningarmálanefnd Hveragerðisbæjar auglýsir eftir umsóknum um dvöl í húsinu Varmahlíð í Hveragerði. Íbúðarhúsið er búið öllum húsgögnum og tækjum og Hveragerðisbær mun greiða kostnað vegna rafmagns og hita. Gestalistamenn fá endurgjaldslaus afnot af húsinu. Engin vinnustofa fylgir húsnæðinu.
Óskað er eftir því að í skriflegum umsóknum, sem senda á til menningarmálanefndar Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði, komi fram æskilegt dvalartímabil og að hverju listamaðurinn hyggst vinna meðan á dvölinni stendur.
Úthlutun dvalartímabila mun fara fram í september og mun vera úthlutað frá október 2008.
Allar frekari upplýsingar svo og umsóknareyðublöð fást á skrifstofum Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hafnarstræti 16, sími 551 1346, Rithöfundasambands Íslands, Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, sími 568 3190 og Félagi íslenskra Hljómlistamanna, Rauðagerði 27, sími 588-8255. Einnig er hægt að leita upplýsinga hjá menningar- og frístundafulltrúa Hveragerðisbæjar í síma 483 4000.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is
Umsóknarfrestur er til 1. september n.k.
Menningarmálanefnd Hveragerðisbæjar
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Vefurinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.