Pálína og Joris opna sýningu í Gallerí +

Gallerí+, Brekkugötu 35 Akureyri, opnun galleríeigendanna, Joris Rademaker og G. Pálínu Guðmundsdóttur, laugardaginn 5. júlí kl. 16.00. Allir velkomnir.

Þetta er fyrsta samsýning Pálínu og Joris í eigin galleríi. Joris hefur haft tvær einkasýningar þar áður og Pálína eina. Galleríið tók til starfa 17. febrúar 1996.
Pálína sýnir gömul og ný málverk og Joris skúlptúra bæði nýja og gamla. Joris valdi verkin á sýninguna og reyndi að hafa einhverskonar "dialog" á milli þeirra.
Joris er Hollendingur og hefur verið starfandi myndlistarmaður á Akureyri frá 1991. Pálína nam myndlist í AKI í Hollandi og svo Jan van Eyck Akademíunni í Maastricht 1987-89. Þau hafa tekið þátt í samsýningum og eða haft einkasýningar meira eða minna árlega síðan þau útskrifuðust sem myndlistarmenn.
 
Verk Joris eru unnin úr náttúrulegum efnum og fundnum hlutum. Pálína vinnur aðallega með andlitsmyndir, málverk, ljósmyndir og texta útfrá stjörnukortum, á þessari sýningu eru eingöngu olíumálverk.

Sýningin er opin þrjá laugardaga í röð frá kl. 14.-16. og aðra daga eftir samkomulagi í síma 462 7818.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband