Listasmiðja á Öldu í Eyjafjarðarsveit

Brettafuglar og Ruslaskarfar
Fer ruslið okkar beint á haugana eða er hægt að gefa því nýtt hlutverk?
Þann 28. júní n.k. verður haldin listasmiðja á Öldu í Eyjafjarðarsveit frá klukkan 10 til 14.
Þátttaka er öllum frjáls en börn á aldrinum 5-15 ára eiga að vera í fylgd foreldra.
Unnir verða “fuglaskúlptúrar” úr vörubrettum og fundnum hlutum  (oft álitið rusl). Fuglarnir verða
skreyttir eftir höfði hvers og eins með fundnum hlutum sem þátttakendur koma sjálfir með.
Afraksturinn gæti verið garðskraut með persónulegu ívafi eða verið til sýnis á svæði fyrir alþýðulist
sem búið er að opna á Hrafnagili.
Smiðjustjóri er George Hollanders. Verð er kr. 4.500,- og innifalið í því eru verkfæri, bretti, málning
og annað sem þarf til að koma verkunum saman. Skráning fyrir 27 júní í síma 892 6804.
Fundnir hlutir geta t.d. verið umbúða- eða gjafapappír, korkur, tappar, járnrusl, dósir, smádót og
annað sem fólk langar til að nota sem skraut.
Athygli er vakin á því að það er búið að opna svæði fyrir “Alþýðulist” rétt hjá Leikskólanum
Krummakoti en þar gefst almenningi kostur á að koma fyrir “fuglaverkum” í tengslum við sýninguna.
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband í síma 892 6804.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband